is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19373

Titill: 
  • Skilningur einstaklinga með kransæðasjúkdóm á sjúkdómnum og heilsutengd lífsgæði þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklar framfarir hafa átt sér stað við meðferð kransæðasjúkdóma á undanförnum árum. Meðalaldur við greiningu sjúkdóms hefur hækkað og langveikum fjölgað vegna bættrar lyfjameðferðar og aðgerða tengda sjúkdómnum. Markmiðið er að draga úr einkennum sjúkdómsins, bæta líðan og auka lífsfyllingu til að gera einstaklingum með kransæðasjúkdóm kleift að lifa eins góðu lífi og mögulegt er þrátt fyrir hugsanlega minnkaða starfsgetu.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna skilning kransæðasjúklinga á sjúkdómnum og heilsutengd lífsgæði þeirra. Hvort breyting yrði á skilningi á sjúkdómi þeirra og heilsutengdum lífsgæðum milli mælinga, sem gerðar voru við innlögn á sjúkrahús (tími 1) og svo fimm mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús (tími 2).
    Við gerð rannsóknarinnar var megindleg rannsóknaraðferð notuð. Tveir staðlaðir spurningalistar voru notaðir í rannsókninni, Illness Perception Questionnaire-Revised (IPQ-R) og Short Form Healt Survey (SF-36) að viðbættum sjö bakgrunnsspurningum. Spurningarlisti var lagður fyrir einstaklinga sem höfðu greinst með kransæðasjúkdóm eða lagst inn á Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) vegna versnunar á sjúkdómnum frá nóvember 2011 til apríl 2012. Þátttakendur í rannsókninni voru 119 kransæðasjúklingar á tíma 1 og 69 á tíma 2.
    Megin niðurstaða þessarar rannsóknar eru að viss tengsl komu fram milli skilnings á sjúkdómi og almennrar heilsu- og andlegrar líðan. Tengsl voru milli einstaklinga sem gerðu sér grein fyrir því að sjúkdómurinn væri langvinnur sem geti versnað skyndilega (p<0,005), að hann gæti haft einhverjar afleiðingar á líf þeirra (p<0,013), einstaklingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu (p<0,013) og þeir sem voru 67 ára og yngri (p<0,0001) höfðu betri almenna heilsu. Andleg líðan var betri hjá einstaklingum sem gerðu sér grein fyrir því að sjúkdómurinn hefði einhverjar afleiðingar á líf þeirra (p<0,008) og hjá einstaklingum búsettum á höfuðborgarsvæðinu (p<0,047). Aukinn skilningur á sjúkdómi og heilsutengd lífsgæði urðu meiri með tímanum. Kransæðasjúklingar gerðu sér grein fyrir því fimm mánuðum eftir útskrift að sjúkdómurinn væri langvinnur sem gæti versnað skyndilega, þyrfti ekki að hafa slæmar afleiðingar á líf sjúklingsins né að hafa áhrif á andlega líðan þeirra. Fylgni milli líkamlegra heilsutengdra lífsgæða og skilnings kransæðasjúklinga á sjúkdómnum kom fram milli nær allra undirþátta.
    Helsta ályktunin er að fræðsla og skilningur hjálpar sjúklingi að huga að eigin heilsu og þar með auka öryggi hans gagnvart sjúkdómnum. Aukin fræðsla og stuðningur heilbrigðisstarfsmanna virðist skila sér betur til kransæðasjúklinga sem eru ungir, kvenkyns og virkir á vinnumarkaðnum. Niðurstöðurnar segja að heilbrigðisstarfsmenn eru að ná til ákveðins hóps en jafnframt að bæta þarf fræðslu og stuðning hjá þeim sem eru 68 ára og eldri, karlkyns og ellilífeyrisþegar/öryrkjar/atvinnulausir til að fækka dauðsföllum.
    Lykilorð: Kransæðasjúkdómur, skilningur á veikindum, heilsutengd lífsgæði, fræðsla.

Samþykkt: 
  • 26.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerð_skilningur 8maí.pdf1.01 MBOpinnPDFSkoða/Opna