ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1938

Titill

Aukefni í matvælum

Útdráttur

Aukefni (auðkennd E og númeri) eru efni sem notuð eru í matvælaiðnaði. Með breyttum þjóðfélagsháttum hefur notkun þeirra aukist verulega. Þau gegna mikilvægu hlutverki í matvælum og geta jafnvel komið í veg fyrir hættulegar matareitranir. Meðal leikmanna (og sumra sérfræðinga) er notkun efnanna umdeild. Rúm þrjátíu ár eru síðan fyrst var farið að draga hollustu ákveðinna aukefna í efa. Mataróþol hefur aukist mikið í hinum vestræna heimi, hvað veldur er ekki alltaf ljóst, en vitað er að sum aukefni geta valdið óþoli. Þá er ráðgátan um orsakir heilkennisins ADHD ennþá óleyst, þrátt fyrir að ýmsir hafi staðið fyrir rannsóknum á þessu sviði í áranna rás. Bent hefur verið á að neysla aukefna kunni að stuðla að ADHD. Nýlega hafa birst tvær stórar rannsóknir á aukefnum, þ.e. annarsvegar um sætuefnið aspartam og hinsvegar um nokkur litarefni og eitt rotvarnarefni. Rannsakendur halda því fram að efnin séu skaðleg, en Matvæla-öryggisstofnun Evrópu staðfesti ekki niðurstöður rannsóknanna. Enn er því deilt um skaðleysi aukefna.

Athugasemdir

Grunnskólabraut

Samþykkt
22.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Aukefni í matvælum... .pdf343KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna