is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19386

Titill: 
  • Ferð um furðuheima. Athugun á íslenskum og þýddum samtímafantasíum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fantasíur eru sögur sem segja frá því ómögulega, því ótrúlega og því furðulega. Allt getur gerst í þessum frásögnum enda eru þær ekki bundnar við hin venjulegu lögmál og reglur sem raunveruleikinn lýtur. Þær gerast í heimi galdra, veruleikum þar sem dýr geta talað og persónur stækka eða minnka við það eitt að fá sér bita af köku. Allt er mögulegt í þessum frásögnum sem takmarkast aðeins af hugmyndaflugi rithöfundanna.
    Fantasíur eiga sér langa sögu en þær fyrstu komu fram í Englandi á 19. öld. Þær tengdust ævintýrum og þjóðsögum sterkum böndum fyrst um sinn en hafa þróast mikið síðan þá. Börn voru sjaldséð sem aðalpersónur sagnanna í upphafi en seinna urðu þau æ algengari og meiri áhersla lögð á barnæskuna. Tekið var á mismunandi málefnum og vandamálum og færðist athyglin frá siðferðilegum boðskap yfir á skemmtanagildi bókanna, þaðan á mikilvægi menntunar og enn aftur yfir á fortíðina og tengsl hennar við nútímann.
    Þrátt fyrir næstum tveggja alda líflega sögu bókmenntagreinarinnar er hún tiltölulega ný hér á landi en lítið fer fyrir henni allt fram að síðustu aldamótum. Síðan þá hafa verið gefnar út 192 fantasíur á Íslandi: 53 íslenskar og 139 þýddar. Íslenskar fantasíur tóku þó raunverulega ekki við sér fyrr en árið 2011 og óhætt er að tala um sprengingu í útgáfu þeirra á þessum tíma en á árunum 2011–2014 komu 32 af íslensku fantasíunum út. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvort þær þýddu hafi haft áhrif á þær íslensku enda kemur aðeins brot erlendra fantasía hingað til lands. Staðreyndin er samt sem áður sú að ekki er hægt að sjá marktækan mun á íslenskum og þýddum fantasíum. Efnisvalið er svipað: hetju- og ferðasögur eru vinsælastar þar sem aðalpersóna sögunnar þarf að drýgja hetjudáð, glíma við þraut, leggjast í hættuför eða sigra ill öfl. Það sama er hægt að segja um markhópana en fantasíur eru taldar vera fyrir börn og unglinga.
    Það er þó alltaf möguleiki á því að þetta breytist eitthvað eftir því sem tíminn líður og fantasíurnar á Íslandi þroskast almennilega. Miðað við vinsældir fantasía erlendis, fyrir börn, unglinga og fullorðna, er líklegt að það verði fjölgun í útgáfu fantasía fyrir fullorðna einstaklinga hér á landi. Þær kynslóðir sem ólust upp við bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter, drekariddarann Eragon eða glæpasnillinginn Artemis Fowl gætu hugsanlega stuðlað að þessu og séð til þess að fjölbreytileiki íslenskra fantasía verði enn meiri.

Samþykkt: 
  • 27.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_MA_IRR.pdf938.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna