is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19394

Titill: 
  • Titill er á ensku Validation and biomechanical measurements using a novel Inertial Measurement Unit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    An Inertial Measurement Unit (IMU) is an important sensor that measures the orientation of the object it is attached to. To be able to utilize and validate the IMU sensor correctly, an understanding of the data from each sensor in the IMU, accelerometer, gyroscope and magnetometer is essential to be able to adjust the data into usable and comparable information to other methods. In the literature Kalman filter is the most commonly used filter to fuse the data from the sensors in the IMU together but since it is complicated to implement, another filter was chosen which is easier to implement, the efficient orientation filter for inertial/magnetic sensor arrays. An experiment was done twice on 10 subjects where the Kine IMU sensor was first attached to a subject’s hip and then moved and attached right above the subject’s knee. The subjects jumped in place on top of a force plate where the jump was captured on video. Data from video analysis and force plate were used to compare the data from the Kine IMU sensor. All three datasets had very similar tracks but the peaks had different amplitudes. This results indicate that the data from the Kine IMU sensor is accurate and, following proposed development listed in this thesis, could become a very user friendly IMU sensor.
    Keywords: IMU, accelerometer, gyroscope, magnetometer, orientation

  • Tregðunemi (IMU) er mikilvægur nemi sem mælir stefnu hlutar sem hann er tengdur við. Til að geta sannprófað og nýtt tregðunemann á réttan máta er nauðsynlegt að skilja gögnin frá hverjum mæli í tregðunemanum, hröðunarmælinum, hornhraðamælinum og segulsviðsmælinum, svo hægt sé að breyta gögnunum til að nýta þau við rannsóknir og til að bera þau saman við gögn frá öðrum sambærilegum mælum. Í fræðigreinum er Kalman sía mest notaða sían til að samtengja gögnin frá mælunum í tregðunemanum, en þar sem flókið er að setja upp Kalman síuna þá var önnur notendavænni sía valin, skilvirk stefnusía fyrir tregðu/seguls nema vektora (efficient orientation filter for inertial/magnetic sensor arrays). Tilraun var framkvæmd tvisvar á 10 einstaklingum þar sem Kine tregðuneminn var fyrst festur við mjöðm og síðar var neminn færður og festur rétt fyrir ofan hnéð á hverjum einstakling. Einstaklingurinn stökk beint upp, ofaná kraftplötu og myndavél tók upp stökkið. Gögn frá myndbandsgreiningunni og kraftplötunni voru notuð til að bera saman við gögn frá tregðunemanum. Ferlarnir voru svipaðir í öllum þremur gagnasettunum en topparnir voru mis háir. Þetta leiðir til kynna að gögnin frá Kine tregðunemanum séu rétt. Ef þeim breytingum á nemanum sem lagðar eru til í þessari ritgerð er fylgt eftir, þá gæti þetta orðið mjög notendavænn tregðunemi.
    Lykilorð: Tregðunemi, hröðunarnemi, snúðspóla, segulsviðsnemi, stefna

Samþykkt: 
  • 27.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurbjorg_Jonsdottir_Mastersritgerd.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna