ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1942

Titill

Hreyfistundir í leikskóla

Útdráttur

Það sem var kveikjan að þessari lokaritgerð minni til B.Ed-prófs frá KHÍ, Leikskólabraut, fjarnámi 2008, var áhugi minn á hreyfingu barna í leikskólum.
Þegar ég aflaði mér upplýsinga um hreyfingu barna í leikskólum komst ég að því að allt of fáir leikskólar voru með skipulagðar hreyfistundir í sínu skipulagi.
Fjallar þessi ritgerð mín um það hvernig hægt er að setja upp á auðveldan hátt áætlanir fyrir hreyfistundir í leikskóla og hvers vegna hreyfistundir eru mikilvægar. Einnig er skoðað hlutverk hins fullorðna í hreyfistundum leikskólabarna, svo og helstu þroskastig barna á leikskólaaldri.
Það er mér tilhlökkunarefni að hefjast handa við að byggja upp starf með hreyfistundum í þeim leikskóla sem ég starfa við, eftir að hafa sett mig vel inn í uppbyggingu slíkrar starfssemi, við efnisleit og skrif þessarar ritgerðar.
Lykilorð: Hreyfistundir.

Athugasemdir

Leikskólabraut

Samþykkt
23.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lokarkitgerðkolla.pdf391KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna