is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19438

Titill: 
  • Hugur ræður hálfum sigri : um ígrundun kennara og samræmi orða og gjörða á vettvangi
  • Titill er á ensku A stout heart is half the battle : the significance of teacher reflection and their espoused theory and theory in practice
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í núverandi aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að skólastarf skuli unnið í anda stefnunnar um skóla án aðgreiningar og lögð rík áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti til að mæta þörfum allra nemenda. Rannsóknir sýna hinsvegar að oft er munur á fyrirætlunum kennara, hvað þeir telja sig gera og starfshátta þeirra á vettvangi. Markmiðið með rannsókninni var að fá innsýn í reynsluheim kennara, kanna viðhorf þeirra til starfsins og hvernig þau eru sýnileg í starfi, þ.e. samræmi milli orða og gjörða. Leitað var svara við því hvernig kennarar geta komið til móts við margbreytilegan hóp nemenda með fjölbreyttum kennsluaðferðum og með því að ígrunda starfshætti sína.
    Gerð var eigindleg rannsókn og gagna aflað með viðtölum, vettvangs-athugunum og dagbókarfærslum sex kennara í þremur skólum vorið 2013. Félagslegar mótunarkenningar voru notaðar við gagnagreiningu ásamt kenningum um félagsauð, fagauð, ígrundun og vald.
    Niðurstöður leiddu í ljós jákvæð viðhorf kennaranna til starfsins. Sanngjörn framkoma og virðing var eitt það allra mikilvægasta við fagmennsku kennara að þeirra mati ásamt því að hafa skýr markmið með kennslunni til að nemendur geti notið sín á eigin forsendum. Töluvert samræmi var á milli orða og gjörða kennaranna með tilliti til kennsluhátta sem henta margbreytilegum nemendahópum. Helstu áherslur snéru að heimakrók, hringekjum, áætlun, vali, þema, bekkjarfundum, áhugasviðs-verkefnum, hópavinnu og sveigjanleika við úrlausn verkefna. Misfjölbreyttar kennsluaðferðir voru þó sýnilegar.
    Kennararnir hugsuðu mikið um vinnuna en flestir myndu vilja ígrunda hana betur á markvissan hátt til að geta komið til móts við alla nemendur. Þeir upplifðu álag og togstreitu í starfi sínu og þótti krefjandi að sinna margbreytilegum hópi nemenda. Samvinna kennara og stuðningur stjórnenda var talinn ómetanlegur. Mikilvægt er að hlusta á raddir kennara og efla þá til að starfa í anda lausnamiðaðrar hugsunar og sveigjanleika til að stuðla að virkri þátttöku allra nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    In the national curriculum guides for compulsory school, it is stated that Inclusive education is the main guideline in educational policy. Teachers face new challenges to use diverse and flexible teaching methods to meet students’ needs. Research shows a difference between teachers’ intentions and what they practice. The objective of this research was to gain insight on teachers’ experiences of their work, to look at their views on their profession and how these views were evidenced in their educational settings. The purpose of this study is to understand how teachers can adjust to diversity in schools by using varied teaching methods and self-reflection.
    Qualitative research methods were used. Data was collected from semi-structured interviews, participant observations and self-reflecting diaries, with six teachers in three schools during Spring 2013. Theories of social constructionism, social- and professional capital, reflexivity and power were used during data analysis.
    Main findings indicate a consistency between some of teachers intentions and practices. They enjoyed their line of work and were concerned with students’ wellbeing. They believed that the most important aspects of professionalism were to be fair, respectful and to set goals to make sure every student could flourish in their school settings. The findings suggest an interesting consistency between teachers’ espoused theory and theory in practice, although some of them used more traditional teaching methods.
    The teachers thought a great deal about their work but most of them claimed they wanted to use more purposeful ways to reflect on their practices. The findings shed light on increased workload, tensions and challenges of teachers’ work environments. Teacher cooperation and leadership support was considered invaluable. It is important to listen to teachers’ voices and strenghten them to promote the active participation of every student.

Samþykkt: 
  • 1.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Björnsdóttir PRENTAÐ háskólaprent.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna