is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19445

Titill: 
  • Árangursríkt lestrarnám byggir á góðu samstarfi skóla og heimilis
  • Titill er á ensku Successful Reading Acquiring Based on Good Partnership Between School and Home
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig samstarf heimilis og skóla getur stuðlað að árangri í lestrarnámi, hvaða leiðir eru árangursríkar og hvaða hlutverki kennarar og foreldrar gegna í því sambandi. Áhersla er lögð á að horfa á lestrarnámið sem samstarfsverkefni skólasamfélagsins.
    Reykjanesbær hefur undanfarin ár vakið athygli margra vegna góðs gengis nemenda í lestri. Leik– og grunnskólar í bænum hafa unnið mjög öflugt starf í þágu læsis og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Rannsakanda þótti áhugavert að skoða hvernig samstarfi heimilis og skóla væri háttað í skóla þar sem nemendur hafa náð góðum árangri í lestrarnámi. Hann leitaði því fanga í Langaskóla sem er grunnskóli í Reykjanesbæ og er sjónum fyrst og fremst beint að samstarfi skólans og heimila í árangursríku lestrarnámi nemenda. Rannsóknin er eigindleg og gagnaöflun byggir á einstaklingsviðtölum við átta viðmælendur, fjóra kennara og fjóra foreldra í Langaskóla.
    Helstu niðurstöður benda til þess að gott og markvisst samstarf heimilis og skóla geti stuðlað að árangri í lestrarnámi nemenda. Mikilvægt er að bæði kennarar og foreldrar setji lestur í forgang í námi barna og telji samstarf skipta sköpum þegar kemur að lestrarnámi.
    Langiskóli hefur byggt upp árangursríkt foreldrasamstarf meðal annars með skýrri lestrarstefnu og aukinni áherslu á samstarf varðandi heimalestur nemenda. Í því sambandi leggur Langiskóli ríka áherslu á upplýsingagjöf til foreldra. Niðurstöðurnar gefa til kynna að miklu máli skiptir hvernig að samstarfinu er staðið og mikilvægi þess að aðilar samstarfsins séu meðvitaðir um hversu þýðingarmiklu hlutverki þeir gegna.
    Niðurstöðurnar veita einnig gagnlegar upplýsingar um mikilvægi samstarfs skóla og heimilis í lestrarnámi nemenda, hvaða leiðir eru vænlegar til árangurs og ávinninginn sem af því getur hlotist.

  • Útdráttur er á ensku

    The principal goal in this study is to look at how partnership between home and school can result in increased reading proficiency, what methods have been employed, and what role teachers and parents have in that context. Emphasis is placed on looking at acquiring reading as a collaborative project of the school community.
    Over the past few years, the municipality of Reykjanes has been noted for high reading skills of its students. Nursery schools and elementary schools in the town have striven to enhance reading skills among students with significant results. Researcher found it interesting to look at the partnership between home and school in a school where students have enhanced their reading skills.
    This study focuses mainly on Langaskóli, an elementary school in the town of Reykjanes, and the school’s partnership with students’ homes in a successful programme for acquiring reading. The study is qualitative and data collection is based on individual interviews with eight people, four teachers and four parents in Langiskóli.
    The primary results indicate that close, strategic partnership between home and school has a clear, positive impact on reading proficiency. It is vital that both teachers and parents make reading a priority in the children’s education, and that they believe that partnership is the key for students learning to read.
    Langiskóli has built a successful partnership between home and school with clear reading strategy and more emphasis on partnership in students‘ home reading among other things. In this context Langiskóli has placed emphasis on the flow of information to parents. The results of this research reveal the importance of an effective partnership and that both teachers and parents are aware of how essential their role is in this respect.
    The results provide practical and useful information on the importance of partnership between school and home in providing students’ with reading skills and proficiency, what methods have proven to be successful, and what the possible benefits may be.

Samþykkt: 
  • 1.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni-ABH.pdf991.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna