is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19451

Titill: 
  • Ábyrgð svæða og sveitarfélaga. Möguleikar stjórnsýslu finnskra og írskra sveitarfélaga til áhrifa á uppbyggingarstefnu Evrópusambandsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Venjulega hefur umræða um lýðræðishalla Evrópusambandsins verið um meinta ófullnægjandi stöðu kjörinna fulltrúa ríkisvaldsins og þjóðþinga aðildarríkjanna til ákvarðanatöku um málefni Evrópusambandsins. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að fullnægjandi staða þeirra sé óþörf þar sem ákvarðanataka Evrópusambandsins snúist helst að því að leiðrétta markaðsgalla fjórfrelsins og að þær ákvarðanatökur séu engum einum eða fleiri hópum meira í hag en öðrum. Aðrir fræðimenn telja að svo sé ekki. Þeir telja að sumir hópar hagnist umfram aðra á slíkum leiðréttingum. Uppbyggingarstefna Evrópusambandsins, sem stundum er einnig kölluð Byggðastefna Evrópusambandsins, er dæmi um slíka stefnu þar sem segja má að sumir hópar græði umfram aðra.
    Mörg þeirra sviða sem Evrópusambandið hefur látið sig varða eru annars yfirleitt í höndum stjórnsýslu sveitarfélaga eða svæða í aðildarríkjunum eða snerta hagsmuni þeirra með beinum hætti. Lög um fjárveitingar úr uppbyggingarsjóðunum taka meðal annars til hagsmuna svæða og sveitarfélaga aðildarríkja Evrópusambandsins. Fé úr sjóðunum er notað til að bæta aðstöðu svæða og sveitarfélaga í aðildarríkjunum þar sem óheft markaðshyggja myndi annars leika svæðin og sveitarfélögin grátt.
    Við fyrstu sýn má segja að staða stjórnsýslu svæða og sveitarfélaga í Finnlandi annars vegar og Írlandi hins vegar sé keimlík. Millistjórnstig milli ríkisvaldsins og sveitarfélaga er veikt og tilkoma stjórnsýslu svæða er bundin við aðild ríkjanna að Evrópusambandinu. En árið 1988 varð sú breyting gerð á uppbyggingarstefnunni að krafist var samráðs ríkisvalds við svæðis- og sveitarstjórnir við gerð áætlana um notkun þess fjár sem veitt er úr uppbyggingasjóðunum. Þegar leið á rannsóknina kom þó í ljós að staða finnskra svæða og sveitarfélaga annars vegar og írskra hins vegar til áhrifa á uppbyggingarstefnuna er ólík. Í Finnlandi er vettvangur sveitarstjórna til að hafa áhrif á ríkisstjórn sína innan Ráðherraráðsins sterkari en í Írlandi. Því má þakka sterkri stöðu Samtaka finnskra sveitarfélaga og héraðsráða innan stjórnsýslunnar landsins. Finnsk sveitarfélög eru valdameiri en þau írsku og hafa meiri ábyrgð á herðum sér. Þar af leiðandi er meira í húfi fyrir finnsk sveitarfélög gagnvart málefnavinnu Evrópusambandsins en fyrir þau írsku og leggja því meiri metnað í rekstur sendiskrifstofa. Þær reyna að hafa áhrif á málefnavinnu Evrópusambandsins sem tengist sveitarfélögunum með beinum og óbeinum hætti. Aðstaða finnskra sveitarfélaga til að hafa áhrif á fjárveitingar úr uppbyggingarsjóðunum er að lokum betri en aðstaða þeirra írsku. Jafnræðis milli sveitarfélaga, aðila ríkisins og annarra hagsmunaaðila til að hafa áhrif á hinu svokölluðu svæðisbundnu aðgerðaráætlanir er betur gætt í Finnlandi en á Írlandi. Á Írlandi er vægi ríkisvaldsins og annarra hagsmunaaðila meira en hiðs veika sveitarstjórnarstigs.
    Rannsóknin miðast við stöðu sveitarfélaganna í byrjun árs 2014. Helstu heimildir eru fræðibækur um efnið og fræðigreinar sem meðal annars fjalla um stöðu uppbyggingarstefnunar á tímabilinu 2014 til 2020. Opinber skjöl frá Héraðsnefnd Evrópusambandsins og framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ásamt upplýsingum af vefsíðum framkvæmdarstjórnarinnar eru einnig til skoðunar. Einnig var haft samband við fimm embættismenn frá löndunum tveimur með vefpósti og svöruðu þeir spurningum ritgerðarsmiðs.

  • Útdráttur er á ensku

    Discussion about the democratic deficit of the European Union is usually about an insufficient status of the elected representatives and the member state’s parliaments to influence EU concernment. Some scholars argue that their sufficient status is not essential because EU´s main concernment is to shape market correcting policies which rectifies the EU´s four freedoms. They argue that these policies don´t benefit one or two groups of people more than others. Other scholars don´t agree. They argue that the market correcting policies benefit some groups more than others. EU Regional Policy, sometimes called EU Cohesion Policy, is an example of such policies.
    Some of EU´s concernment is normally in the jurisdiction of the regions´ or municipalities´ administration or influences their interest in one way or another. Laws concerning allocations from the EU Structural Funds affect the interests of the member state´s regions or municipalities. The allocations are exploited to improve regions´ and municipalities´ position since unrestrained four freedoms could harm or prevent their possibilities.
    At first sight the regions´ and municipalities´ administrations in Finland and Ireland are quite alike. The administration level between the state level and the municipality level is weak in both of these states and emergence of that kind of administration level is connected to the states´ presence in the European Union. But in 1988, the reformation of the Regional policy insisted consultation of the member states´ administration and the regional administrations in the making of the operational programs, which includes plan of how to use the allocations from the Structural Funds. During the work of the thesis it became clear that the capacity of the Finnish regions and municipalities to influence the formation of the Regional policy is very different from the capacity if the Irish ones. The possibility for the administration of the Finnish local governments to influence the Council of Ministers through the state´s government is much bigger than the possibility for the Irish ones. That is partly because of the strong standing of the Association of Finnish Local and Regional Authorities in the Finnish administration. Finnish municipality level have more responsibilities than the Irish ones. Therefore it has more to lose (and more to win) in relation of EU concernments than the Irish ones and have more ambition to operate regional offices in Brussels. These offices try to influence the work of the EU´s institutions which has to do with the regions´ jurisdictions. Finally, the Finnish municipalities´ standing to influence the use of the allocations from the Structural Funds are better than the Irish ones. Equality of the municipalities´ administration, state´s administration and other interest groups in the shaping of the so-called operation programms are better verified in Finland than in Ireland. In Ireland, the relevance of the state administration and other interest groups weighs heavier than the relevance of the weak local government.
    This research is based on the municipalities´ standing in January 2014. The main references are books about the issue and disciplines which, among other things, are about the Regional Policy in the period 2014-2020. Official papers from the Commission of the Regions and the European Commission along with other in information from the Commission’s website are also scrutinized. The author also connected five officials from Finland and Ireland and they answered his questions by e-mail.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19451


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bardur_Ingi_Helgason_Meistararitgerd.pdf994.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna