is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19460

Titill: 
  • Skráning í leikskólastarfi : ljósi varpað á aðferðir leikskólakennara
  • Titill er á ensku Documentation in early childhood education: Shedding light on preschool teachers’ methods
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er eigindleg viðtalsrannsókn og var markmið hennar að varpa ljósi á reynslu leikskólakennara af því að skrá og gera nám barna í leik sýnilegt. Í þeim tilgangi var leitast við að fá innsýn í þær leiðir og viðhorf sem hafa reynst leikskólakennurunum gagnleg til að gera nám barna í leik sýnilegt. Tilgangur þessarar gagnaöflunar var að fá fram upplýsingar sem gætu auðveldað leikskólakennurum að byrja að skrá og að skipuleggja sig þannig að þeir gætu nýtt skráningarnar sem tæki til að styðja við nám barnanna og gert það sýnilegt. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar byggir á viðhorfum sem rakin eru til síðtímahugmynda um nám og börn, auk þess er litið til starfs í anda leikskólanna í Reggio Emilia á Ítalíu. Einnig er fjallað um leik og nám í leikskóla, rætt hvað einkennir námsferli barna og grein gerð fyrir skráningum í anda Reggio Emilia.
    Þátttakendur voru fimm leikskólakennarar sem studdust við uppeldisfræðilegar skráningar í leikskólum starfandi í anda Reggio Emilia. Gagna var aflað með einstaklingsviðtölum, þar sem stuðst var við opinn spurningaramma og að auki sýndu viðmælendur skráningar til að útskýra nánar viðhorf sín og aðferðir. Greiningarferli gagnanna fólst í því að þau voru skoðuð, túlkuð og greind í leit að þemum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ein meginforsenda skráninga sé að hlusta eftir röddum barna. Auk þess er mikilvægt að leikskólakennarinn beini sjónum að áhuga barnanna og fylgi honum eftir. Viðmælendur notuðu fjölbreyttar aðferðir til skráninga, þeir litu helst eftir þroskaþáttum og samskiptum barna og töldu að úrvinnsla skráninga krefðist tíma og ígrundunar. Þörf er á því að stjórnendur leikskóla veiti leikskólakennurum aðhald og hvatningu í tengslum við skráningavinnu og geri jafnframt ráð fyrir vinnu leikskólakennara við ígrundun og úrvinnslu skráninga þegar starfið er skipulagt. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þá ályktun að skráningafundir séu góð leið til sífelldrar starfsþróunar leikskólakennara, að skráningar séu góður samskiptagrundvöllur við foreldra og tæki til gera nám barna sýnilegt samfélaginu.

  • Útdráttur er á ensku

    This was a qualitative research building on interviews, with the aim of defining preschool teachers’ experience of documenting and making learning visible through playful activities. To that end gaining insight into the methods and approaches, which have proved themselves useful to preschool teachers, for making learning visible through playful activities. The purpose of the data gathering was to gain information that could facilitate the beginning of documentation for preschool teachers and their organizing to be able to apply the documentation as a tool to support children's learning and making it visible. The theoretical foundation of the research is based on approaches that can be traced to postmodern views towards children and learning, as well as look at the methods used in the preschools in Reggio Emilia in Italy. It also covers play and learning in preschool, how children's learning process takes place and accounts for documentation in Reggio Emilia.
    Participants were five preschool teachers who used pedagogical documentation in preschools working in the spirit of Reggio Emilia. Data was gathered through single participant interviews using open ended question framing. Interviewees also displayed documentation in order to better explain their approach and methods. The analysis process consisted of a thorough study, interpretation and analyses in search of themes.
    The results of this research suggest that listening to children's voices is important for documentation. Additionally it is important that preschool teachers perceive and support children's interest. Interviewees used diverse methods of documenting; they looked at children's development and interaction and believed that developing documentation demands time and reflection. When planning, the preschool directors need to support and motivate the preschool teachers, and require documentation as well as anticipate the time needed for the preschool teachers’ reflection on and processing of documentation. According to the conclusions, the documentation meetings are good for preschool teachers‘ professional development, documentation serves well as basis for communication with parents and as a tool for making children´s learning visible for the society.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyrún Jóna Reynisdóttir - Meistaraverkefni.pdf981.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna