is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19486

Titill: 
  • Myndun viðskiptasambanda og tengslaneta hjá íslenskum líftæknifyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðskiptasambönd og tengslanet eru orðin mikilvægur þáttur í starfsemi margra fyrirtækja, þannig hafa fyrirtæki getað nálgast nýja þekkingu og markaði auk þess að hafa möguleika á því að geta nýtt auðlindir annarra fyrirtækja. Í þekkingariðnaði, þar sem grunnþekking er flókin og í stöðugri þróun, getur verið erfitt fyrir fyrirtæki að búa sjálft yfir allri þeirri þekkingu sem þarf til þess að stunda nýsköpun. Á þetta sérstaklega við um líftæknifyrirtæki, þar sem stór hluti þeirra treystir á samvinnu við önnur fyrirtæki og stofnanir.
    Rannsóknir á viðskiptasamböndum og tengslanetum virðast lítið hafa verið stundaðar á Íslandi og þótti forvitnilegt að rannsaka hvernig íslensk líftæknifyrirtæki byggja upp viðskiptasambönd og tengslanet. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við stjórnendur hjá íslenskum líftæknifyrirtækjum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðskiptasambönd og tengsl við önnur fyrirtæki og stofnanir séu nauðsynleg fyrir rekstur og nýsköpun hjá íslenskum líftæknifyrirtækjum og að langtíma viðskiptasambönd séu æskilegri en skammtíma viðskiptasambönd. Þrjú atriði virðast einkenna myndun viðskiptasambanda og tengslaneta hjá íslenskum líftæknifyrirtækjum, en þau eru að fyrirtækin reyna að tryggja hagsmuni sína, viðskiptasambönd eru byggð á persónulegum tengslum og tengsl við erlenda aðila skipta fyrirtækin gríðarlegu máli.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð_prentútgáfa.pdf3.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna