is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19491

Titill: 
  • Starfsmenntun í smásöluverslun. Staða, þarfir, stefna og framkvæmd
  • Titill er á ensku Vocational education in retail. Stadus, needs, policy and implementation
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er meistaraprófsritgerð í opinberri stjórnsýslu við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er starfsnám í smásöluverslun sem er skoðað út frá stöðu þess, þörfum, stefnu og framkvæmd. Staðan er skoðuð út frá atvinnugreininni og menntun innan hennar. Rýnt er í þarfir einkum út frá mati hagsmunaaðila á þeim. Greiningin á stefnunni er aðallega út frá stefnu stjórnvalda en aðkoma hagsmunaaðila og framkvæmdaaðila er einnig skoðuð. Hvað framkvæmdina varðar er áherslan á skóla og fræðsluaðila en þáttur hagsmunaaðila er einnig greindur.
    Rannsóknaraðferðin er blönduð aðferð sem byggir bæði á eigindlegum og megindlegum hefðum. Rannsóknin er einnig undir áhrifum af tilviksrannsóknaraðferðinni en uppfyllir þó ekki öll skilyrði til að geta talist tilviksrannsókn. Í efnisöflun er leitað víða fanga. Tekin eru viðtöl, unnin könnun á verslun í Sveitarfélaginu Hornafirði, fengin sérunnin tölfræðigögn og rýnt í tölfræðigögn, skýrslur og skjöl sem þegar voru til.
    Helstu niðurstöður eru þær að starfsmenntun í smásöluverslunum á Íslandi er lítil og það er helst innan stærri verslunarkeðja sem einhver starfsmenntun á sér stað. Þarfir fyrir meiri menntun eru til staðar en þær birtast ekki með skýrum hætti. Stefna stjórnvalda er ómarkviss og það sem þó hefur verið unnið á því sviði hefur í litlum mæli komist í framkvæmd.

  • Útdráttur er á ensku

    This is master dissertation in public administration from the School of Social Sciences in University of Iceland. The research is about vocational education in retail in relation to status, needs, policy and implementation. The status in the industry is examined and the education within it. The study of the needs stresses the perspective of companies and the employees. The analyse of the policy in mainly considering the public policy but the view of the industry and those who implement it is also taken in to account. In the implementation the main focus is on schools and the educators, but also to some extent the view of the industry.
    The research method is a mixed and based on both qualitative and quantitative method. The research is also under influence of the case study method though it does not satisfy all the conditions in that method. The research material is from different sources. There are interviews, observation on retail in the municipality Hornafjordur, statistics, documents and reports.
    The main results are that vocational education in retail in Iceland is very little and mainly in the large retail chains. There is a need for more education only it does not merge clearly. The public policy is not focused or clear and a small part of it is implemented.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EG_230858-5789_MPA_Smasoluverslun.pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna