is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19496

Titill: 
  • Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf starfsfólks til áhrifa leiklistarstarfs í leikskóla. Leitað var svara við því hvort og hvernig starfsfólk, sem hefur reynslu af leiklistarstarfi með börnum, telur starfið hafa áhrif á sjálfsmynd barna. Tilgangurinn var að fá innsýn í viðhorf starfsmanna til leiklistarstarfs með börnum, hvernig það fer fram og hvaða áhrif þeir telja að leiklistin hafi á börn. Fjallað er um fræðilegan grunn leiklistarkennslu, þ.e.a.s. um kenningar, áherslur og aðferðir nokkurra frumkvöðla í leiklist með börnum. Einnig um gildi hlutverkaleiks með börnum og hlutverk kennara í leiklist. Jafnframt er þróun sjálfsmyndar rædd og rýnt í niðurstöður rannsókna um áhrif leiklistar á börn. Ritgerðin byggir á því grundvallarviðhorfi að markvisst leiklistarstarf í leikskóla styðji börn í að öðlast meiri skilning á umhverfi sínu, þau læri að tjá sig og setja sig í spor annarra og verði þannig meðvitaðri um eigin tilfinningar og móti með sér sterkari sjálfsmynd.
    Þátttakendur í rannsókninni voru starfsfólk og börn í einum leikskóla í Reykjavík sem starfað hefur á markvissan hátt að leiklist með börnum. Um er að ræða eigindlega tilviksrannsókn þar sem gagna var aðallega aflað með viðtölum við fimm leikskólakennara og starfsmenn sem tekið hafa þátt í leiklistarkennslu leikskólans, jafnframt voru skráðar athuganir á vettvangi.
    Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að starfsfólkið var sammála um mikilvægi þess að vinna með leiklist með börnum, það telur að í leiklistarstarfinu fái börn tækifæri til að tjá sig, setja sig í spor annarra og koma fram. Að mati starfsfólksins eflir leiklistin samskipti, samvinnu og tillitsemi í barnahópnum, það telur jafnframt að mikilvægustu þættirnir sem efla þyrfti í leikskólastarfinu snúist að félagsfærni barna, samskiptum, sjálfmynd barna og framkomu. Helstu niðurstöðurnar benda því til þess að leiklist hafi að mati starfsfólks einhver áhrif á sjálfsmynd barnanna en að einnig séu margir aðrir þættir sem hafi áhrif á og móti sjálfsmyndina.

Samþykkt: 
  • 3.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaBara.M.Ed.ritgerð.Lokaskjal. LOKA.pdf950.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna