is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1949

Titill: 
  • Rúmfræði í íslensku námsefni á unglingastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um greiningu og framsetningu þriggja námsefnisflokka fyrir unglingastig. Greint er frá flokkunum Stærðfræði handa grunnskólum, Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla og 8-tíu. Rannsakað var hver meginmunur námsefnisflokkanna var í ljósi þess hvert vægi óformlegrar og formlegrar rúmfræði var. Þar að auki var horft eftir áherslum afleiðslu- og aðleiðsluhugsunar og svonefnds tengslaskilnings (relational understanding) og tæknilegs skilnings (instrumental understanding). Ritgerðin er þriggja eininga lokaverkefni sem lagt er fram til fullnaðar B.Ed. –gráðu við Kennaraháskóla Íslands.
    Úttektin leiddi í ljós að námsefnisflokkarnir þrír sem athugaðir voru reyndust töluvert ólíkir. Í rúmfræðiþáttum í námsefnisflokknum Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla er þung áhersla lögð á formlega rúmfræði, afleiðslu og tæknilegan skilning.
    En í rúmfræðiþáttum námsefnisflokkaanna Stærðfræði handa grunnskólum og 8-tíu er vægi óformlegrar rúmfræði, aðleiðslu og tengslaskilnings gert mun hærra undir höfði. Þrátt fyrir að tveir síðar nefndu flokkarnir eigi sameiginlegt eru þeir talsvert frábrugðnir hvað aðra þætti varðar, til dæmis framsetningu, uppsetningu og útlit, notkun námsgagna, formúlur, reglur, lögmál og skilgreiningar hugtaka.

Athugasemdir: 
  • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
  • 24.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Snær.pdf585.2 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna