is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19510

Titill: 
  • Þanghafið breiða. Þýðing á skáldsögunni Wide Sargasso Sea eftir Jean Rhys ásamt greinargerð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér á eftir fer lokaverkefni í Þýðingafræði við Háskóla Íslands. Verkið samanstendur af þýðingu á skáldsögunni Wide Sargasso Sea eftir Jean Rhys, ásamt greinargerð um þýðinguna og vangaveltum um þýðingar almennt. Sagan tengist annarri sögu, Jane Eyre eftir Charlotte Brontë, og verða tengslum þessara tveggja sagna gerð eilítil skil. Einkum verða þær skoðaðar frá sjónarhóli eftirlendustefnu og femínisma, en þær stefnur eru áberandi í umfjöllun um bókmenntaverk sem sprottið hafa úr menningarheimum fyrrum nýlendna. Bakgrunnur og menningarheimur rithöfundar ræður oft miklu um það hvernig verk hann skrifar. Í tilviki Wide Sargasso Sea kemur þetta mjög skýrt fram. Það er einn þeirra þátta sem litið er til í umfjölluninni. Eitt af viðfangsefnum sögunnar er árekstrar á milli menningarheima sem og á milli kynjanna. Tungumál og það hvaða tök mismunandi hópar innan eins samfélags hafa á því er einnig áhrifaþáttur í umfjölluninn, ásamt því hvernig mögulegt er að þýða stéttamállýskur yfir á tungumál sem ekki hefur neinar mállýskur (að ráði). Þýðandinn þarf að vera sér meðvitaður um þá ábyrgð sem hann ber við slíka yfirfærslu á milli menningarheima og hann þarf að taka ákvarðanir um hvernig hann kýs að koma verkinu til skila. Hér verður reynt að hrófla sem minnst við stíl höfundar en þó um leið að láta þýdda textann hljóma sem þjálast fyrir nýja lesendur.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð - lokaútgáfa.pdf824.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna