is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19513

Titill: 
  • Tíminn og dauðinn: Minnismenning breytir viðhorfi gagnvart dauðanum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér verður farið í saumana á því hvernig dauðinn þróast og tekur breytingum með breyttum lífsháttum og búsetumynstri íslensku þjóðarinnar. Íslendingar hafa mótast af þeim lífsskilyrðum sem landið hefur boðið upp á, náttúru, atvinnu og stjórnarfari. Ísland er harðbyggt land sem hefur mótað þjóðarsálina og samkennd milli fólks og hluti af sameiginlegu minni þjóðarinnar eru erfið lífsskilyrði og barátta við náttúruöflin. Þessi erfiðu
    náttúruskilyrði gerðu fólki erfitt fyrir samgöngulega séð og lenti fólk í ýmsum hrakförum á ferðalögum sínum. Samkenndin kenndi fólki að reyna að varast hætturnar og minnast þeirra sem létust með því að safna saman sögum af slíkum atburðum. Þessar sögur verða svo hluti af minnismenningu þjóðarinnar. Eftir því sem tækninni fleytir fram breytast gildi og viðhorf fólks gagnvart dauðanum og hægt og rólega flyst hann búferlaflutningum af heimilum fólks inn á sjúkrastofnanir, dauðinn hættir að vera nálægur og fjarlægist. Ekki einungis tekur dauðinn sjálfur breytingum heldur flest sem tilheyrir honum eins og hefðir,
    venjur og útförin sjálf. Minnismenningin hefur gefið af sér minnismerki og verður fjallað um þennan þátt hennar í að reyna að halda minningum lifandi. Dauðinn hefur alltaf fundið sér
    farveg í gegnum listina, hann hefur veitt listamönnum í gegnum aldirnar innblástur með einum eða öðrum hætti en jafnvel dauðinn sem viðfangsefni hefur tekið breytingum.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokagerð MA.pdf369.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna