is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19528

Titill: 
  • "Hlutverk okkar eru svo margþætt" : hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennarans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megintilgangur þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir hlutverki, ábyrgð og skyldum umsjónarkennara í grunnskólum á Íslandi. Tilgangurinn er öðlast sýn á viðhorf kennara og hvernig þeir bera sig að sem umsjónarkennarar. Þetta viðfangsefni varð fyrir valinu vegna þess að það hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hér á landi og þótti því áhugavert að skoða það betur. Auk þess hef ég örlítið fengið að kynnast hlutverki umsjónarkennarans í gegnum vettvangsnám í kennaranáminu og þegar ég lít yfir það finnst mér áhugavert að sjá hvað hlutverk umsjónarkennarans virðist vera mun meira en ég hafði gert mér grein fyrir. Ætla má að það skipti miklu máli að vera vel að sér í öllu því sem við kemur starfi umsjónarkennarans sem annast á um heilan bekk. Rætt er við sex umsjónarkennara og leitast við að fá svör meðal annars við því hver þeim finnast vera helstu hlutverk sín sem umsjónarkennarar og hverjir þeir telja að séu helstu kostir þess og gallar að vera umsjónarkennarar. Eftirfarandi rannsóknarspurningar eru lagðar til grundvallar rannsókninni: Hvert er hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara í grunnskólum á Íslandi og hvernig bera umsjónarkennarar sig að í starfi? Til að svara þessum spurningum eru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin eru viðtöl við grunnskólakennara í mismunandi sveitarfélögum. Um er að ræða hálfopin viðtöl við þátttakendur þar sem þeir eru beðnir um að lýsa reynslu sinni sem umsjónarkennarar, upplifunum og hugmyndum. Viðtölin eru afrituð orðrétt, síðan flokkuð eftir þemum og greind í kjölfarið.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að umhyggjuþátturinn skipti þessa kennara mestu máli ásamt því að það skapa andrúmsloft í skólastofunni þar sem nemendum líður vel. Þeir telja gott foreldrasamstarf mjög mikilvægt sem og að halda utan um allt nám barnanna. Þá leggja þeir áherslu á einstaklingsmiðað nám. Af niðurstöðum má sjá að á síðustu árum hefur starf umsjónarkennara breyst og segjast þeir hafa almennt fleiri hlutverkum að gegna en áður tíðkaðist. Rík þörf er á því, samkvæmt upplifun þátttakenda í verkefninu, að endurskoða starf umsjónarkennarans og nefndu þátttakendur m.a. að þörf væri á að minnka kennsluskylduna. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsta rannsóknin á viðhorfum umsjónarkennara hér á landi til starfs síns og mun hún vonandi marka upphafið að frekari rannsóknum á starfi umsjónarkennarans.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf917.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna