is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19533

Titill: 
  • „Með vinnusemi og vandvirkni geta ótrúlegir hlutir gerst“ : teymiskennsla í grunnskóla
  • Titill er á ensku ”With diligence and meticulousness amazing things can happen” - Team teaching in an Icelandic compulsory school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Teymiskennsla er kennslufyrirkomulag sem kennarar í grunnskólum hér á landi hafa í auknum mæli verið að tileinka sér að undanförnu. Markmiðið með rannsókninni var að auka og dýpka þekkingu á því hvað felst í teymisvinnu og teymiskennslu. Verkefnið var fólgið í því að kanna teymisvinnu og teymiskennslu í tilteknum skóla í ljósi fyrri rannsókna. Einnig var leitast við að skoða hvernig teymisvinnan tengist hugmyndum um skólann sem lærdómssamfélag, en samkvæmt því sem vitað er um lærdómssamfélag er forsenda þess góð samvinna á milli kennara.
    Rannsóknin var eigindleg og fólst í því að farið var í einn skóla í Reykjavík þar sem teymiskennslu er að finna. Gerð var tilviksathugun (e. case study) á því hvernig teymiskennslufyrirkomulagið gekk fyrir sig í ákveðnum bekk, sem og samstarf og samvinna kennaranna á milli í því teymi. Tekin voru viðtöl við kennara í teyminu þar sem þeir voru meðal annars spurðir um viðhorf sín til teymiskennslu, hvað þeir töldu að teymisvinna/teymiskennsla fæli í sér og hver væri forsendan fyrir góðri teymisvinnu/teymiskennslu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að kennarar í teyminu voru allir mjög jákvæðir í garð teymiskennslunnar, og töldu að hún væri mun betri kostur en hefðbundin kennsla. Þeir töldu að helstu kostir teymiskennslunnar væru það samstarf og sú samábyrgð sem aðferðin felur í sér. Allir voru þeir sammála um að forsendan fyrir góðri teymiskennslu væri fyrst og fremst samvinna, gagnkvæmt traust, sameiginleg sýn og jákvæðni. Auk þess töldu þeir að það væri í höndum kennarans að skapa gott og virkt lærdómssamfélag. Einnig að viðhorf og stuðningur skólastjórnenda til aðferðarinnar skipti miklu máli.
    Af þeim niðurstöðum sem fengust má draga þá ályktun að bæði teymisvinna og teymiskennsla hafi mun fleiri kosti en galla. Almennt eru viðhorf þeirra sem stundað hafa teymiskennslu jákvæð og kennarar sem reynslu hafa af henni almennt ánægðir með hvernig að kennslunni er staðið.

  • Útdráttur er á ensku

    Team teaching is an arrangement that teachers in compulsory schools in Iceland have increasingly been embracing. The goal of this research was to increase and deepen the knowledge of what is involved in teamwork and team teaching. The aim of the project was to see how team teaching works in a particular school in light of former research. Furthermore, to see how the team teaching reflects ideas about the school as a learning organisation; it is known that good cooperation is an important prerequisite for a school that learns.
    The methodology of the research was qualitative and based on visits to one school in Reykjavík where team teaching is used. The research was a case study of how team teaching functions in one particular class and of the cooperation between the teachers in the team. The teachers were interviewed, for instance, about their attitudes towards team teaching, what they thought was involved in team teaching and the prerequisites for good team teaching.
    The main results of the research were that the teachers in the team were all positive towards the team teaching approach and found it to be a better option than traditional teaching. The greatest advantages of the team teaching were in their opinion the collaboration and the joint responsibility that the method brings. All agreed that the prerequisites for good team teaching first and foremost were cooperation, mutual trust, shared vision and positivity. Furthermore they assumed that it was up to the teacher to create a good and active learning environment. The attitude and support of school leaders for the method was also very important to the teachers.
    From these results one can assume that both teamwork and team teaching have more advantages than disadvantages. In general the attitudes of those who have used team teaching are positive and teachers that have experienced it are generally happy with how they teach.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Med vinnusemi og vandvirkni....pdf839.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna