is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19537

Titill: 
  • Straumlínustjórnun í ferðaþjónustu : tillögur að einföldun rekstrarleyfa í ferðaþjónustu á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og þegar svo er þarf að huga vel að regluverki og starfsumhverfi fyrirtækja svo það virki ekki hamlandi fyrir atvinnugreinina.
    Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á núverandi stöðu og koma með tillögur að úrbótum og einföldun í umsóknarferlum rekstrarleyfa ferðaþjónustunnar. Í byrjun rannsóknarinnar var leyfaumhverfið á Íslandi skoðað svo og þróun þess fram til dagsins í dag. Einnig var kannað hvað önnur lönd hafa verið að gera í leyfismálum og hvernig þar er staðið að einföldun reglugerða.
    Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að umhverfi leyfisumsókna/ferla í ferðaþjónustu er mjög flókið. Ferðaþjónustan er óánægð með fyrirkomulagið og óskar eftir róttækum breytingum til einföldunar og samhæfingar á öllum sviðum. Leyfisveitendur eru sammála því að einföldun leyfa væri þörf. Skynsamlegast væri að umsóknarferli færi fram með einni heimsókn í eina vefgátt.
    Fyrirmyndir að einföldun regluverks eru til staðar víða í löndum í kringum okkur og er vel mögulegt að leiða regluverk og ferla hér á landi í gegnum sömu vegferð. Straumlínustjórnun sex sigma aðferðafræðin getur stutt umbótaferlið í leyfisveitingum ferðaþjónustunnar á Íslandi og vísað leiðina að þeim markmiðum sem eiga að einkenna leyfaumhverfið en það eru: gæði, öryggi, skilvirkni og gagnsæi.
    Lykilorð: Ferðaþjónusta, rekstrarleyfi, reglugerð, straumlínustjórnun, sex sigma, einföldun, minni sóun.
    Keywords: Tourism, permit, regulation, lean, six sigma, simplify, minimize waste.

Samþykkt: 
  • 4.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefni HK 12 maí 2014 endanlegt með forsíðum og fylgiskjali (til prentunar).pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna