is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19553

Titill: 
  • Náms- og starfsáætlun fyrir náms- og upplýsingaver í unglingaskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um hvernig hægt er að koma til móts við fjölbreyttar þarfir nemenda í starfi náms- og upplýsingavers í Réttarholtsskóla. Í verkefninu er búin til náms- og starfsáætlun fyrir starfsemina en í verinu er búið að sameina tölvustofu, skólasafn og námsver í eitt rými.
    Náms- og starfsáætlun byggir á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir alla kennara og alla nemendur skólans í febrúar 2014. Markmið könnunarinnar var tvíþætt, annars vegar að greina væntingar til náms- og upplýsingavers og hins vegar að fá fram tillögur og óskir, sem hægt væri að byggja náms- og starfsáætlunina á. Einnig var kannað hvort kennarar og nemendur teldu þörf fyrir námskeið og þeirra álits á námskeiðum leitað.
    Niðurstöður spurningalistakönnunarinnar voru þær helstar að meirihluti kennara og nemenda telur að náms- og upplýsingaver geti aukið fjölbreytni í námi og kennslu. Langflestir kennarar telja einnig líklegt að þeir nýti möguleika náms- og upplýsingavers í vinnu með nemendum. Þá segist mikill meirihluti þeirra hafa áhuga á að sækja námskeið þar sem kennt er á ný tæki og hagnýtan hugbúnað.
    Efnislega byggir ritgerðin á aðalnámskrá grunnskóla og fræðilegum sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar náms- og starfsáætlun í náms- og upplýsingaveri. Áhersla er á að auka upplýsinga- og tæknilæsi og stuðla að fjölbreyttum kennsluháttum. Einnig er lögð áhersla á leita svara við því hvernig hægt sé að mæta einstaklingum á þeirra eigin forsendum og hvernig vinna megi að samþættingu námsgreina.
    Náms- og upplýsingaver gegnir lykilhlutverki í því að stuðla að auknu upplýsinga- og tæknilæsi og getur stutt við fjölbreytta kennsluhætti. Með fjölbreytni í kennsluháttum og aðgengi að fjölbreyttum hugbúnaði, tólum og námsefni er bætt aðgengi allra nemenda að námi við hæfi. Með því að auka aðgengi nemenda að fjölbreyttum tækni- og hugbúnaði er nemendum gert kleift að bæta við þekkingu sína, þjálfast í notkun búnaðarins og gera sér grein fyrir möguleikum hans.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Namskra_fyrir_nams_og_upplysingaver.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna