is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19562

Titill: 
  • „Málfræðin er þarna bara“ : um þróun málfræðikennslu í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um þróun málfræðikennslu í framhaldsskólum með sérstakri áherslu á tímabilið frá árinu 1990 til dagsins í dag. Svo virðist sem viðhorf til málfræðikennslu sé almennt neikvæðara en til annarra námsþátta innan íslenskukennslu. Með það fyrir augum þótti ástæða til að skoða hvort málfræðikennsla hefði e.t.v. dregist aftur úr þegar kemur að þróun námsefnis og kennsluhátta. Enn fremur var leitað að vísbendingum um hvort dregið hefði úr málfræðikennslu í framhaldsskólum með tímanum.
    Farið var yfir aðalnámskrár framhaldsskóla frá árinu 1990 og skoðað hvernig námsþátturinn málfræði birtist í þeim og hvort þar mætti finna vísbendingar um að dregið hefði úr málfræðikennslu. Litið var til aðalnámskráa annarra Norðurlanda til þess að fá samanburð við aðalnámskrár hérlendis. Rannsóknir á málfræðikennslu og skýrslur sem gerðar hafa verið um íslenskukennslu í framhaldsskólum voru skoðaðar og metnar. Tekin voru viðtöl við fjóra íslenskukennara í því skyni að fá fram viðhorf starfandi kennara á málinu.
    Helstu niðurstöður eru þær að málfræði hefur dregist nokkuð aftur úr hvað varðar þróun á námsefni og kennsluháttum. Einnig sýna rannsóknir að viðhorf til námsþáttarins málfræði virðist vera neikvæðara en til annarra námsþátta innan móðurmálskennslu og talið er hugsanlegt að það tengist því hversu gamaldags málfræðikennsla á það til að vera. Þörf þykir á að rökstyðja gildi málfræðikennslu sérstaklega í námskrám og öðrum skjölum á meðan það á ekki við um aðra námsþætti innan íslenskukennslu. Einnig fundust vísbendingar um að dregið hafi úr málfræðikennslu í framhaldsskólum með tímanum.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19562


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
málfræðin er þarna bara.pdf1.23 MBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna