is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19563

Titill: 
  • Áhrif skráninga á fagmennsku í leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megin markmið og tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif það hafði á faglegt starf tveggja leikskóladeilda að taka upp starf með uppeldis-fræðilegar skráningar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru starfsfólk tveggja leikskóladeilda í einum leikskóla sem unnið hafði undir minni leiðsögn að því að innleiða uppeldisfræðilegar skráningar. Ég fann eftir þá vinnu að fjölda spurninga var enn ósvarað og því ákvað ég að fylgja verkefninu eftir með þessari rannsókn.
    Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem gagnaöflun var í formi vettvangsathugana, einstaklingsviðtala sem og rýnihópaviðtals sem fram-kvæmd voru í ársbyrjun 2014. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða áhrif hafa uppeldisfræðilegar skráningar á fag-mennsku í leikskólastarfi? Að auki mótaði ég þrjár undirspurningar sem hljóma svo: Hvaða áhrif hafa uppeldisfræðilegar skráningar á viðhorf og sýn starfsfólks til eigin fagmennsku? Hvernig hafa uppeldisfræðilegar skráningar áhrif á viðhorf og sýn starfsmanna til barna og starfs í leikskóla? Hvaða áhrif hafa uppeldisfræðilegar skráningar á viðhorf starfsfólks til foreldra-samstarfs?
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að innleiðing uppeldisfræðilegra skráninga hafi haft áhrif á viðhorf starfsfólksins til eigin fagmennsku þar sem fram kom að starfsfólkið taldi sig hafa öðlast nýja sýn á börnin og nám þeirra. Þá kom jafnframt fram að skráningarnar sköpuðu kjörin vettvang til eflingar á foreldrasamstarfi þar sem starfið varð sýnilegra eftir að vinna með skráningar var tekin upp. Ígrundun og úrvinnsla skráninganna vakti jafnframt aukna vitund á meðal starfsfólksins á faglegum vinnubrögðum og þeim gildum sem standa á bak við gæðahugtakið í leikskólastarfi. Ég tel því óhætt að álykta að vinna með skráningar hafi haft jákvæð áhrif á fagmennsku þátttakenda.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif skráninga á fagmennsku í leikskólastarfi - seinni skil.pdf923.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna