is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19565

Titill: 
  • Kennsluaðferðir samfélagsgreina : starfendarannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin var starfendarannsókn þar sem ég rýndi í eigin kennslu og þróun mismunandi kennsluaðferða. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða kennsluaðferðir, hverjar ég hefði vald á, hverjar hentuðu mér við kennslu samfélagsgreina og hverjar ég þyrfti að þróa áfram. Markmiðið var að bæta kennslu mína í samfélagsgreinum og vera hæfari til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda. Rannsóknarspurning mín var: Hvernig þróa ég mismunandi kennsluaðferðir við kennslu samfélagsgreina á miðstigi?
    Ég ákvað að skoða kennsluaðferðirnar: umræðu- og spurnaraðferðir, innlifunaraðferðir og tjáning, leitaraðferðir, hópvinnubrögð og þulunám og þjálfunaræfingar. Rannsóknin var gerð fyrri hluta vetrar 2013 - 2014 í tveimur litlum bekkjum á miðstigi. Rannsóknargögn voru: rannsóknardagbók, viðhorfskannanir meðal nemenda, rýnihópaumræður, verkefni og kennslu¬áætlanir.
    Helstu niðurstöður sýndu að mér fór fram í notkun aðferðanna á tíma-bilinu sem kemur m.a. fram í jákvæðara viðhorfi nemenda til aðferðanna og verkefna þeim tengdum. Sumar aðferðir, eins og stýrð umræða, henta mér síður og á ég í erfiðleikum með þær, bæði vegna þess að mér reyndist erfitt að fá líflegar umræður í yngri hópnum en einnig vegna þess að ég átti erfitt með að hafa stjórn á umræðum þeirra eldri. Flestar aðferðir gengu þó vel og sífellt betur er ég og nemendur urðum vanari að nota þær. Mismunandi aðferðir henta mismunandi nemendum og best er að nota fjölbreyttar aðferðir. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöður þeirra fræðigreina sem ég studdist við í upphafi rannsóknarinnar.
    Rannsóknin er liður í eflingu fagmennsku minnar. Ígrundun og að setja hugsanir sínar í orð eru mikilvægir þættir í að byggja upp fagmennsku. Starfendarannsóknir eru ein leið til starfsþróunar. Rannsóknin gildir sem liður í að gera starf kennara sýnilegra með dæmum úr skólastofunni og getur nýst öðrum kennurum til þess að spegla sínar eigin hugmyndir og kennsluhætti. Þekking á gildi kennsluaðferðanna í kennslu samfélagsgreina getur einnig nýst sem vegvísir í skipulagi kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The study was an action research were I focused on my own teaching and development of different teaching methods. The purpose was to examine the teaching methods which suited me and which I needed to improve and develop on. The goal was to improve my teaching of social studies and become better prepared to meet the different needs of my students. My research question was: How do I develop different teaching methods while teaching social studies in primary school middle classes?
    The study was conducted in the schoolyear 2013 - 2014 in two small primary school classes. Data was obtained by a research journal, a survey among pupils, pupils’ assignments, teaching plans and focus group discussions.
    The main result of the study showed that progress was made in my use of the teaching methods as can be seen in the attitude of the pupils to the methods and related projects during the period. Some methods did not suit me very well, such as guided discussion. I found it difficult to get a lively discussion in the younger group and a hard time controlling the discussions among the older ones. Most methods suited me well and became better for both the pupils and I, as we got into the habit of using them. Different methods suit different learners and therefore it is best to use a range of strategies. These results correspond to the result of the scientific articles I used as a base for this research.
    The study is an effort to strengthen my professionalism. To be able to reflect on my teaching and to put it into words is an important factor in building professionalism. The study also plays a part of doing the work of teachers visible with examples from the classroom and can be useful to other teachers to reflect their own ideas and teaching practises. Knowledge of the value of the teaching methods in teaching social studies can serve as a roadmap in organizing teaching.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JonaGudmundaKennsluadferdirSamfelagsgreina.pdf2.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna