is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19572

Titill: 
  • Hugverkavernd og hugbúnaður
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Óhætt er að fullyrða að á hverjum degi komumst við, í leik og starfi, í snertingu við þann þátt atvinnulífsins sem kalla má hinar „skapandi greinar“. Þessar greinar eiga það flestar sameiginlegt að byggja á hugviti manna með ólíkum hætti og fer mikilvægi þeirra fyrir efnahagslega afkomu þjóða sífellt vaxandi. Til að viðhalda og efla áframhaldandi vöxt þessara greina er mikilvægt að veita starfsemi þeirra það umhverfi og regluverk sem hvetur til nýsköpunar, en þar kemur hugverkaréttur til sögunnar.
    Hugverkaréttur, sem tekur meðal annars til einkaleyfaréttar, höfundaréttar og vörumerkjaréttar, felur í sér stefnu stjórnvalda sem miðar að því að hvetja til sköpunar og miðlunar hugverka með því að byggja upp og viðhalda regluverki um meðferð og viðskipti þeirra verka sem hugverkarétti er ætlað að vernda. Án þessa lagagrundvallar sem felst í hugverkarétti yrði tvísýnt um möguleika höfundar til þess að endurheimta þá fjárfestingu sem hann hefur lagt til þróunar hugverksins, sem að sama skapi gæti dregið úr hvatanum til frekari sköpunar.
    Í ritgerð þessari er þó ekki fjallað með almennum hætti um hugverkarétt, heldur er litið til þess með hvaða hætti sú réttarvernd sem í hugverkarétti er falin kemur til framkvæmda á afmörkuðu og umdeildu sviði réttarins, þ.e. á sviði hugbúnaðargerðar. Þó að mikilvægi tölvutækninnar, og hugbúnaðar í því samhengi, fyrir flest nútímasamfélög sé óumdeilt, þá er ekki hægt að segja það sama um það hvernig staðið er að réttarvernd hugverka á því sviði. Þær deilur sem sprottið hafa fram vegna réttarverndarinnar má meðal annars rekja til sérstaks eðlis hugbúnaðar sem verndarandlag hugverkaréttar. Hugbúnaður er þannig hvorki aðeins tæki né heldur bókmenntaverk ritað með tölustöfum. Þó má færa fyrir því rök að hugbúnaður sé engu að síður nokkurs konar blendingur (e. hybrid) þessara ólíku, jafnvel andstæðra, forma. Hugbúnaður er í þessu samhengi nytjaverk sem mögulegt er að afrita með litlum eða engum kostnaði, er læsilegur bæði mönnum og vélum og byggir á sérstökum stærfræðilegum grunni. Við afmörkun á réttarvernd hugbúnaðar verður því að taka tillit til allra þessara þátta.
    Meðal umfjöllunar er hvaða þættir hugbúnaðar verða taldir njóta réttarverndar, hvernig sú réttarvernd samræmir þörf höfundar fyrir hugverkavernd annars vegar og kröfu markaðarins um gegnsæi hins vegar auk þess sem litið verður til sífellt aukins vægi einkaleyfaréttar við hugverkavernd á sviði hugbúnaðargerðar.

Samþykkt: 
  • 5.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugverkavernd og hugbúnaður.pdf811.81 kBLokaður til...17.09.2065HeildartextiPDF