is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19589

Titill: 
  • Fortíðin er leikur einn: Tölvuleikir og herminám í sögukennslu á framhaldsskólastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er sjónum beint að notkun tölvuleikja í sögukennslu og kostum þeirra og göllum. Fjallað er um herminám, þ.e. þá námsaðferð sem byggist á því að nemendur taki þátt í einfaldri útfærslu á raunveruleikanum líkt og Monopoly, og er það notað sem grunnur fyrir greiningu á tölvuleikjum. Hefðbundnir leikir og herminám geti virkað jafn vel og mögulega betur en tölvuleikir við miðlun námsefnins. Vikið er að sálfræðirannsóknum á tölvuleikjum og neikvæðum og jákvæðum áhrifum þeirra. Einnig er gerð grein fyrir fræðilegri umfjöllun um tölvuleiki í kennslu og þá sérstaklega í sögukennslu. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að fara verði varlega í notkun ofbeldisleikja sem kennslutóls. Þegar ofbeldi eigi sér stað í leiknum verði það þjóna einhverjum kennslufræðilegum tilgangi, ofbeldið megi ekki vera ofbeldisins vegna. Komist er að þeirri niðurstöðu að tölvuleikir geti verið mjög gagnlegir sem kennslutól bæði í sögu og almennt, en við notkun þeirra verði að taka tillit til þátta eins og tíma, kostnaðar og getu nemenda. Aðeins fáeinir leikir henti þó til sögukennslu því að þeir verði að vera sögulega nákvæmir eða bjóða upp á „verjanlega“ söguskýringu ef þeir ganga út á að velja milli kosta um sögulega þróun eða atburði („hvað ef?“ saga). Þá er fjallað um einstaka tölvuleiki sem nota má sem kennslutæki í sögukennslu og fjallað um hvað gerir tölvuleiki nothæfa eða ekki í því samhengi.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er samin á vegum Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs
Samþykkt: 
  • 8.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fortíðin er leikur einnpdf.pdf555.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna