is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19590

Titill: 
  • Yuru Kyara. Loðfættir tvífætlingar afla milljóna fyrir heimabyggð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margar af þekktustu teiknuðu persónum heims eiga uppruna sinn að rekja til Japan. Það sem færri vita þó er að þá þegar er mjög sterk hefð fyrir persónunotkun í japanskri menningu. Í japönskum nútíma er vinsælt að krúttvæða hversdagslega hluti, hvort sem um er að ræða kaffivélar eða vegatálma, með því að gefa þeim dýrslega vinalegri ímynd. Tilgangur þess er ýmist að gera varninginn söluvænlegan eða aðgengilegri en einnig til þess að vara við hættum með blíðlegum hætti. Í þessari ritgerð er leitað skýringa í fortíð japanskrar menningar á því hvers vegna notkun á dýrslegum persónum er jafn vinsæl og raun ber vitni.
    Sérstaklega er fjallað um yuru kyara, japanskar persónur sem eru túlkaðar af manneskjum í búningi, en þær hafa náð miklum vinsældum á síðari árum í Japan. Yuru kyara eru oftar en ekki frá ákveðnum héruðum eða bæjarfélögum Japans og hafa náð bæði að skapa tekjur og laða að ferðamenn til áður óþekktra svæða með nýrri tegund af kynningarstarfsemi. Þekktar yuru kyara afla milljarða fyrir málefni og fyrirtæki sem þau standa fyrir og hafa þær frægustu náð að standa jafnfætis frægum stjörnum í japanskri nútímamenningu. Þessar persónur eru oftar en ekki með sterka tengingu við japanska menningu. Í kjölfarið verða skoðaðar nokkrar skrautlegar persónur sem náð hafa vinsældum.
    Yuru kyara eru þó ekki einungis notaðar í markaðslegum tilgangi heldur einnig af yfirvöldum til að koma mikilvægum skilaboðum til almennings. Sem dæmi um hversu hversdagsleg persónunotkunin er má nefna að fyrrverandi dómsmálaráðherra Hr. Kunio Hatoyama kom fram í vinsælum sjónvarpsþætti í búningi yuru kyara dómsmálaráðuneytisins, saiban-inko, sem er risavaxinn grænn fugl sem útskýrir fyrir almenningi flókin lagafrumvörp. Þó margar persónur hafi náð miklum vinældum eru aðrar sem njóta ekki sömu hylli og verður rýnt í það afhverju svo sé. Að lokum verður farið yfir mögulega framtíð persónunotkunar í markaðslegum og málefnalegum tilgangi.

Samþykkt: 
  • 8.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Helga Halldórsdóttir-Yuru Kyara.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna