is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19600

Titill: 
  • Stefnumótun í málefnum aldraðra. Dagskrársetning og skilgreining á úrlausnum og útfærslu. Ferlisgreining
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn beinist að undirbúningsferli við yfirfærslu málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, sérstaklega dagskrársetningu og skilgreiningu úrlausna og útfærslu og spannar tímabilið 2007–2013. Tilgangur rannsóknarinnar er að komast að því hvað einkenni stefnumótunarferlið og hvað skýri niðurstöðu þess.
    Aðferð rannsóknarinnar er tilviksrannsókn með sniði ferlisgreiningar sem heyrir til eigindlegrar rannsóknarhefðar. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá lykilaðilum um stefnumótunarferlið. Gagnaöflun miðaðist við tímabilið milli stefnumótandi ákvörðunar í ríkisstjórn og stöðu málsins í lok árs 2013.
    Atvikalýsingin var mátuð við kenningar á sviði stefnumótunar og var sérstaklega litið til nýrri hugmynda og skýringaramma höfunda á sviði dagskrársetningar, Kingdons, Baumgartners og Jones, Tuohy og Downs.
    Niðurstöður rannsóknar benda til þess að afmörkun og skilgreining málaflokksins hafi á öllu tímabili rannsóknar verið óljós og sama má segja um marga þætti yfirfærsluferlisins. Kenningar á sviði dagskrársetningar hlutu nokkurn stuðning. Vísbendingar eru um að gluggi tækifæranna hafi opnast snemma árs 2007 á vettvangi samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga en lokast fljótt aftur. Afl stjórnmálaleiðtogans fleytti málinu langt en dugði ekki andspænis samstöðuafli hagsmunaaðila. Ljóst er að ekki náðist pólitísk samstaða og einhugur um yfirfærsluna í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007-2009 og stefnumótunarstarfið einkenndist meðal annars af seinagangi og töfum. Fyrra valdajafnvægi um stefnumótunina hefur raskast og hagsmunaaðilar virðast hafa náð undirtökum með því að beina athygli og umræðu frá markmiðum með yfirfærslunni að eigin hagsmunum. Tækifæri til stórfelldra stefnubreytinga í málefnum aldraðra virðist hafa runnið út í sandinn með nýrri ríkisstjórn 2013 með Önnur sjónarmið og aðrar áherslur og gluggi tækifæranna lokaðist.
    Loks er það niðurstaða rannsóknarinnar að þessi framantalin megineinkenni til samans skýri stöðu málsins í lok árs 2013, að skilgreiningu úrlausna og útfærslu er enn ekki lokið og málið er nú í hægagangi í meðförum stefnusamfélagsins en er ekki á dagskrá stjórnmála.

Samþykkt: 
  • 8.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LKS 111162-4929 - Lokaútgáfa vistuð 8. sept. 2014.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LKS__kapa_lokaritgerd_prototypa_0.pdf149.03 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna