is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1960

Titill: 
  • Upplifun heilbrigðis og áhrifaþættir : fyrirbærafræðileg rannsókn frá sjónarhóli aldraðra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar. Til að vinna megi markvisst að heilsueflingu eldra fólks er mikilvægt að skilja upplifun þeirra af heilbrigði og áhrifaþáttum heilbrigðis.
    Tilgangur. Megintilgangur rannsóknarinnar var að dýpka þekkingu og skilning á upplifun eldra fólks af heilbrigði, hvaða þættir hafa áhrif á heilsuna að þeirra mati og hvað getur hvatt fólk eða latt til heilsueflingar. Rannsóknarspurningin var: "hver er reynsla og upplifun eldra fólks af heilbrigði og hvaða þættir telur það að hafi áhrif á viðhald góðrar heilsu?"
    Aðferð. Notuð var rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði og byggðust niðurstöður á sextán viðtölum við tíu manns, fimm konur og fimm karlmenn á aldrinum 69 til 87 ára. Meðalaldurinn var tæplega 79 ár. Þátttakendur voru búsettir ýmist í þéttbýli eða dreifbýli.
    Niðurstöður. Þátttakendur upplifðu sig almennt heilbrigða. Þeir lýstu hvernig meðvitund um mikilvægi heilsunnar ykist með aldrinum og tengdist reynslu af sjúkdómun og skertri færni. Það leiddi til þess að heilbrigði var endurskilgreint, einstaklingarnir mátu hvað væri ásættanlegt og leituðu leiða til að efla og viðhalda heilsunni. Reynsla og gildismat einstaklingsins sjálfs ásamt umhverfisþáttum höfðu áhrif á hvaða leiðir voru valdar og lögðu grunnin að heilsuhegðun hans.
    Ályktun. Líta má á það sem ferli hvernig einstaklingurinn endurskilgreinir og metur heilbrigði sitt þegar aðstæður breytast. Hver þáttur sem hann byggir mat sitt á getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif á upplifun heilbrigðis og má álíta að eftir því sem fleiri þættir eru jákvæðir þá upplifi einstaklingurinn sig heilbrigðari.
    Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á þá þætti sem eldra fólk telur stuðla að góðri heilsu og hafa því gildi fyrir þá sem sinna þjónustu við aldraða og annast kennslu í öldrunarfræðum. Rannsóknin veitir einnig ákveðinn grunn af upplýsingum sem nýst getur rannsakendum á þessu sviði.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Samþykkt: 
  • 10.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Guðrún Elín Benónýsdóttir1.pdf743.53 kBOpinnUpplifun heilbrigðis - heildPDFSkoða/Opna