is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1962

Titill: 
  • „Þau hafa alltaf séð um sig sjálf!” : viðhorf framhaldsskólakennara til skólaþróunar og breytinga undanfarinna ára
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fór fram haustið 2007 og í byrjun ársins 2008. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf framhaldsskólakennara til þeirra breytinga og þróunar sem orðið hefur í starfsumhverfi þeirra með breyttum inntökuskilyrðum nemenda inn í skólann og breyttum sjálfræðisaldri. Einnig var kannað viðhorf framhaldsskólakennara til umsjónarstarfsins og félagslífs nemenda.
    Rannsóknin náði til framhaldsskólakennara vítt og breytt um landið en samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru veturinn 2006–2007 alls 1845 framhaldsskólakennarar í rannsóknarþýðinu (nýrri tölur voru ekki fyrir hendi). Af þessum hópi tóku um 24% þátt í spurningakönnuninni eða 442 þar af voru karlar 184 eða 42% og konur 258 eða 58%.
    Gögnum var safnað rafrænt með vefkönnunarsvæðinu Zoomerang en tölfræðiúrvinnsla var unnin með forritinu SPSS. Spurningar voru þáttagreindar með Principal Component aðferð, og fylgni breyta var könnuð með viðeigandi fylgnistuðlum. Ennfremur var notast við Dreifigreiningu (ANOVA) og t-próf.
    Helstu niðurstöður eru þær að meirihluti þátttakenda í rannsókninni taldi að vinna við undirbúning kennslu hefði aukist á s.l. 10 árum. Eldri kennarar voru ekki eins tilbúnir að nýta sjálfsmat í kennslu og þeir sem yngri voru. Kennarar voru mjög sammála um að samráð milli kennara væri mikill stuðningur, en jafnframt fannst mörgum of lítill tími gefin í slíkt.
    Marktækur munur kom fram milli skóla þegar umsjónarstarf var skoðað og einnig var kynjamunur á vilja starfsmanna til að veita nemendum sértæka þjónustu. Yngri kennarar töldu þjónustu við nemendur ekki eins góða og eldri kennarar. Einnig kom fram að eldri kennarar töldu mikilvægara að fylgja námsefninu en þeir sem yngri voru. Þegar kom að aga og uppeldi voru kennarar í 50% hlutastarfi ekki eins tilbúnir að sinna því og þeir sem voru í 75% starfi, sem kom á óvart þar sem ekki reyndist marktækur munur milli annarra starfshlutfalla. Um helmingur þátttakenda var ekki tilbúin til að taka að sér störf er tengjast félagslífi nemenda eins og það fer fram í dag, og þó nokkur munur var milli skóla hve vel kennarar fylgdust með félagslífi. Viðhorf þátttakenda til umsjónarstarfsins var yfirleitt jákvætt, en konur virðast sinna umönnunarþættinum með jákvæðara hugarfari en karlar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 01.01.2009
Samþykkt: 
  • 13.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vidhorf framhaldsskolakennara.pdf658.76 kBTakmarkaður„Þau hafa alltaf séð um sig sjálf!”-heildPDF