is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19634

Titill: 
  • Heima alla ævi? Helstu áhrifaþættir er kemur að því að eldast heima
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á næstu árum og áratugum er spáð mikilli fjölgun aldraðra og sérstaklega er gert ráð fyrir að fjölgi í elsta aldurshópnum. Á sama tíma hefur stefna stjórnvalda verið að draga úr stofnanavæðingu og gera öldruðum kleift að búa sem lengst heima með viðeigandi stuðningi og þjónustu. Strangari skilyrði eru sett fyrir samþykktu færni- og heilsumati, meðal annars að fullreynt sé með heimaþjónustu og önnur úrræði til stuðnings áframhaldandi búsetu heima. Flutningur á stofnun felur í sér miklar breytingar, meðal annars á fjárhagslegu sjálfstæði sem er stór hluti lífsgæða.
    Markmið rannsóknar er að varpa ljósi á helstu áhrifaþætti varðandi möguleika aldraðra á að eldast heima og hvort og hve mikil áhrif magn og gæði heimaþjónustu hafa. Rannsóknin er gerð meðal þeirra 67 ára og eldri í Reykjavík sem búa heima og eiga samþykkt færni- og heilsumat í dvalarrými og fá heimaþjónustu. Þeir sem fá samþykkt slíkt mat eru ekki metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými en eiga orðið erfitt með að vera lengur heima af ýmsum ástæðum, oft vegna félagslegra og/eða heilsufarslegra ástæðna. Megindleg aðferðafræði var notuð þar sem lagður var fyrir spurningalisti í viðtölum við þá sem eru heima að bíða til að sjá hvað einkennir stöðu þeirra og ástæðu fyrir umsókn þeirra um færni- og heilsumat. Einnig var lagður fyrir alþjóðlegur staðlaður matslisti sem mælir heilsutengd lífsgæði. Jafnframt var beitt aðferðum eigindlegrar aðferðafræði við úrvinnslu á frásögnum þátttakenda um markverð atriði sem fram komu í viðtölum.
    Niðurstöður sýna meðal annars að flestir sækja um dvalarrými í tengslum við breytingar sem verða á heilsufari, svo sem vegna eigin veikinda og/eða innlagnar á sjúkrahús og einnig vegna veikinda og jafnvel andláts maka. Magn og gæði heimaþjónustu hafa áhrif og geta gert öldruðum kleift að búa lengur heima. Félagslegar aðstæður og félagslegt stuðningsnet aldraðra hefur einnig áhrif á lífsgæði aldraðra og möguleika þeirra til að eldast heima.
    Lykilorð: Aldraðir, Heimaþjónusta, Dvalarrými, „Ageing in place“, lífsgæði.

Samþykkt: 
  • 9.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA -Eyrún Jónatansdóttir2 -Heima alla ævi.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna