ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1964

Titill

Hvernig lífsleikni? : staða lífsleiknikennslu í fjórum íslenskum framhaldsskólum

Útdráttur

Þessi ritgerð byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar (tilviksrannsóknar)
sem gerð var veturinn 2007 – 2008. Tilgangurinn var að kanna stöðu lífsleikni í
fjórum íslenskum framhaldsskólum. Markmiðið var að skoða í hvaða farveg
lífsleiknikennslan hefur fallið. Gengið er út frá ákveðinni flokkun í því sambandi.
Gagnaöflun samanstóð af viðtölum við skólameistara og lífsleiknikennara
skólanna, alls 10 einstaklinga. Þá voru skoðaðir textar aðalnámskrár,
kennsluáætlana og námsefnis. Helstu niðurstöður eru þær að megináhersla sé
lögð á félagsþroska- og tilfinninganám í bland við þegnskaparmenntun og
skapgerðarmótun. Vissrar tilhneigingar virðist gæta í þá átt að auka þátt
þegnskaparmenntunar sé mið tekið af tillögum að endurskoðun aðalnámskrár.
Niðurstöðurnar geta bent til þess að auka þurfi vægi hins siðferðilega sjónarmiðs,
þ.e. mannræktar.

Samþykkt
13.10.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerð.pdf405KBOpinn Lífsleikni - heild PDF Skoða/Opna