is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19642

Titill: 
  • Stefnumörkun í skólastjórnun og áhrif skólastjóra á námsárangur
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er stefnumörkun í skólastjórnun á Íslandi og tengsl hennar við starfshætti skólastjóra. Meginmarkmið hennar er að kanna tengsl helstu áhersluatriða í stefnumörkun í skólastjórnun hér á landi við helstu niðurstöður rannsókna á störfum skólastjóra og áhrifum þeirra á námsárangur. Til að leita svara við þessu voru settar fram þrjár undirspurningar: 1) Hvaða áherslu má greina í opinberri stefnumörkun um hlutverk skólastjóra í grunnskólum á Íslandi í dag? 2) Hverjar eru helstu niðurstöður íslenskra rannsókna um áherslur í störfum skólastjóra í grunnskólum? 3) Hverjar eru helstu niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna á áhrifum skólastjórnunar á námsárangur?
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að stefnumörkun í skólastjórnun sé ekki að finna með beinum hætti í lögum um grunnskóla eða aðalnámskrá. Svipað á við á sveitarstjórnarstiginu en þar er þó skýr krafa um sveigjanlegt og skapandi skólastarf. Í ytra mati á skólastarfi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis og sveitarfélaga er hins vegar að finna stefnumörkun sem kveður á um hvað þykir gæðastarf, stundum allnákvæmlega útfærð. Í íslensku rannsóknunum kemur fram að mikill tími hjá skólastjórum fer í stjórnun og umsýslu, oft á kostnað faglegrar vinnu. Vilji skólastjóra stendur þó til faglegra verkefna og samkvæmt rannsóknum færast þau ofar á verkefnalista þeirra.
    Í niðurstöðum erlendra rannsókna á áhrifum skólastjóra á námsárangur kemur fram að sum verkefni skólastjóra séu mikilvægari en önnur. Samkvæmt niðurstöðum þeirra skiptir máli að skólastjórar sinni meðal annars stefnumörkun í skólastarfi, setji skýr markmið og skýrar væntingar, leggi áherslu á gott námsumhverfi, sinni starfsþróun starfsmanna og síðast en þó ekki síst að skólastjórar hafi áhrif á kennsluna, þ.e. skipuleggi, samræmi og meti kennslu og námskrá. Þessu til viðbótar segja rannsóknarniðurstöður að ákveðnir eiginleikar einkenni skólastjóra sem ná árangri, svo sem að þeir taki ákvarðanir sem byggja á kennslufræðilegum grunni og að þeir séu stefnufastir en sveigjanlegir.
    Í ljósi þessa má sjá að íslenskir skólastjórar þurfa að breyta forgangsröðun verkefna sé markmiðið að hafa áhrif á árangur nemenda en ekki er að sjá að stefnumörkun í skólastjórnun hamli slíkri vinnu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MED_verkefni_Gudlaug_Sturlaugsdottir.pdf993.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna