is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19644

Titill: 
  • "Greiningar og hvað svo?“ : hlutverk og gildi sérfræðilegra greininga í skólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu meistaraverkefni skoða ég sérfræðilegar greiningar samkvæmt skilgreiningu í lögum um Greiningar – og ráðagjafarstöð ríkisins, hlutverk þeirra og gildi í íslenskum grunnskólum. Heiti ritgerðarinnar „Greining og hvað svo?“ vísar til þess hvað gerist í kjölfar greininga. Eru greininganiðurstöðurnar eins gagnlegar og haldið er fram og hvernig bregst skólakerfið, foreldrar og nemendur við þeim í ljósi hlutverks og gildis greininga í grunnskólum ?
    Markmiðið er að skoða greiningar sem félagslegt og kennslufræðilegt fyrirbæri út frá sem flestum sjónarhornum. Ég hef valið að kanna grunnskólann og sérstaklega einn nemendahóp innan hans, nemendur með ADHD, og skoða hvernig greiningar og greininganiðurstöður hafa áhrif á nám þessara nemenda.
    Verkefnið byggir á eigindlegri rannsókn. Ég tók viðtöl við 11 manns og valdi flesta með tilliti til tengingar þeirra við viðfangsefnið. Ræddi við kennara, kennsluráðgjafa, sérkennara, nemendur, foreldra, sálfræðinga, verkefnastjóra sérkennslu og barnageðlækni. Viðtölin spanna þriggja ára tímabil frá 2010 til 2012. Að auki gerði ég fjórar vettvangsathuganir þar sem ég var viðstödd fyrirlögn skólasálfræðings á þroskaprófinu WISC-IV. Gagnaöflun tók töluverðan tíma en mér þótti mikilvægt að fá sem víðast sjónarhorn á viðfangsefnið.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hlutverk greininga er fyrst og fremst að flokka nemendur, lýsa og greina náms-, hegðunar- og tilfinningavanda nemenda, jafnframt því að leggja grunn að frekara námi nemandans þar sem tekið er tillit til erfiðleika hans og fötlunar. Greiningar eru líka stór hluti af stuðningskerfinu og í ljósi niðurstaðna þeirra deila skólayfirvöld úrræðum til nemenda og skóla sem talið er að þess þurfi, s.s. auknu fjármagni, tíma og annarri aðstoð.
    Gildi greininga er mismunandi eftir því hver á í hlut. Fyrir nemandann getur þetta skýrt hvers vegna honum hefur ekki vegnað betur í námi. Fyrir foreldrana getur þetta verið léttir og aukið trú á því að loksins verði námið sniðið betur að þörfum barnsins þeirra. Kennarinn getur fengið staðfestingu á því að hann hafi haft rétt fyrir sér og upplýsingar til að byggja á betra námsumhverfi fyrir nemandann.
    Hins vegar kom einnig í ljós að oft breyta greiningar litlu fyrir nemandann í skólanum og greiningar eru sjaldnast einhver töfralausn. Greiningar hafa líka verið gagnrýndar fyrir að gera nemandann að sjúklingi þar sem vandinn er eignaður honum einum í stað þess að skoða einnig umhverfi hans og aðstæður. Mikil áhersla á sérfræðilegar greiningar og flokkun stangast á vissan hátt á við inntak skólastefnunnar „skóli án aðgreiningar“ um aðgengi og jafnan rétt allra til skólagöngu. Sérfræðilegar greiningar eru kostnaðarsamar og hægt væri að nota féð til að styðja nemendur með öðrum hætti. Greiningarnar gegna mikilvægu hlutverki í úthlutun viðbótarfjármagns til grunnskólanna vegna nemenda með sérþarfir. Margt bendir til þess að í úthlutunarreglunum sé innbyggður hvati í ásókn um fleiri greiningar í von um meira fjármagn og stuðning. Fjöldi greininga hefur vaxið mikið á undanförnum árum en ekki er ljóst hvort það hafi skilað betri skóla eða betra námi fyrir nemendur.
    Sérfræðilegar greiningar eru að mestu byggðar á læknisfræðilegum grunni og niðurstöðurnar þarf yfirleitt að yfirfæra á kennslufræðilegar áherslur svo hægt sé að nýta þær í kennslu og námi viðkomandi barns. Margt bendir til þess að það takist ekki alltaf sem skyldi og að greiningar lendi ofan í skúffum fáum til gagns.

Samþykkt: 
  • 9.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Þ. Magnúsdóttir.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna