is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19648

Titill: 
  • „Þau krydda náttúrulega tilveruna“ : fjórir umsjónarkennarar á yngsta stigi deila reynslu sinni og viðbrögðum við þörfum nemenda með ADHD í skólastofunni
  • Titill er á ensku „They sure make life more colorful“ : four supervising teachers in the lower grades share their experiences and reactions to the needs of children with ADHD in the classroom
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er að varpa ljósi á skilning kennara á námsþörfum barna á yngsta stigi sem greind hafa verið með athyglisbrest með eða án ofvirkni (ADHD) og viðbrögð þeirra við þeim. Einnig verður rýnt í skilning kennara á líðan þessara barna og hvað hafi áhrif á líðan þeirra í skólanum. Lögð er áhersla á að draga fram hvernig líðan nemenda hefur áhrif á nám þeirra. Verk þetta á að hvetja til umræðu um nám barna á yngsta stigi sem greind hafa verið með ADHD og hvernig unnt er að koma til móts við þarfir þeirra í skólanum með markvissum hætti. Áhersla er á mikilvægi þess að byrjað sé strax frá upphafi að sinna þörfum nemenda með ADHD inni í kennslustofunni. Lagt var upp með eftirfarandi meginrannsóknarspurningu: Hvaða viðhorf og skilning má merkja meðal þátttakenda á áhrifum ADHD á nám og líðan nemenda á yngsta stigi og hvaða áhrif hefur sá skilningur á kennsluhætti þeirra?
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við fjóra umsjónarkennara á yngsta stigi. Unnið er út frá aðferðum tilviksrannsókna en jafnframt stuðst að hluta við áherslur fyrirbærafræðilegra rannsókna. Fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar með lýsingum rannsakanda og einnig verða tekin orðrétt dæmi frá kennurunum. Helstu niðurstöður voru þær að merkja má jákvæðni og skilning í svörum kennaranna um nám barna með ADHD. Kennararnir sögðust einstaklingsmiða kennsluna að þörfum hvers og eins, en töluðu allir um að huga að umhverfi og kennsluaðstæðum sérstaklega með tilliti til þarfa nemenda með ADHD. Til að stuðla að vellíðan nemenda með röskunina sögðust kennarar aðallega spjalla við nemendur, hrósa þeim og hvetja. Í umræðukafla er fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar í ljósi rannsóknarspurningar, fræðilegrar umfjöllunar og skóla án aðgreiningar, sem er hugmyndafræðilegur grunnur að þessu verki.

  • Útdráttur er á ensku

    The intention of this research is to gain insight into the understanding that teachers have for the educational needs of children in the lower grades of school who have been diagnosed with attention deficit disorder, with or without hyperactivity (ADHD), and the teachers’ response to those needs. In addition, to gain insight into the teachers’ understanding of the well-being of those children and what it is that affects their well-being at school. Special focus is on how the emotional state of the children affects their education. The research is meant to inspire discussion on the education of children who have been diagnosed with ADHD and how the education system can meet their needs in a decisive manner. It is important that the needs of the children are taken into consideration inside the classroom from the very beginning. The researcher started out with the following research question: What is the attitude and understanding among participants on the impact of ADHD on learning and well-being of students in the lower grades, and what impact has their understanding on their teaching?
    This research is qualitative and is based on interviews with four supervising teachers who all teach in the lower grades. The research relies mainly on case-study methodology and partly on phenomenological methodology. The results of the study are presented with descriptions from the interviewer including direct quotes from the teachers. The main findings are that positivity and understanding are evident in the teachers’ answers regarding the education of children with ADHD. The teachers said that they adapt their teaching methods to the individual needs of every child and they all highlighted the importance of the right classroom environment and teaching facilities for children with ADHD. In order to contribute to the well-being of children with the disorder, the teachers explained that they mostly talk to the children, praise them and find ways to encourage them. In the discussion section the results are discussed in light of research questions, theoretical considerations and Inclusive Education, which is the ideological basis for this research.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Verkefni_KristbjörgSveinsd.pdf935.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna