is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1965

Titill: 
  • Áhrifaþættir á mótun sjálfsálits barna með lestrarörðugleika
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða sjálfsálit barna með lestrarörðugleika og þætti sem geta verið styrkjandi eða hamlandi fyrir mótun þess. Athuguð voru áhrif lestrarörðugleika á sjálfsálit í byrjun lestrarnáms og eftir að framfarir höfðu verið hægar í nokkur ár. Niðurstöður eru byggðar á viðtölum við fimm börn á aldrinum sjö til ellefu ára, foreldra þeirra og kennara. Niðurstöður sýna að lestrarörðugleikar höfðu mikil áhrif á daglegt líf barnanna og fjölskyldna þeirra. Börnin voru undir álagi vegna erfiðleika í lestri og þurftu að takast á við þá daglega. Fljótlega bættust við kröfur um ritun sem þau sögðu vera það erfiðasta í náminu. Bæði foreldrar og kennarar greindu frá því að þá skorti þekkingu til þess að veita börnunum þann stuðning sem þau þyrftu.
    Niðurstöður benda til þess að styrkjandi þættir fyrir sjálfsálit séu náin og sterk tengsl við fullorðna þar sem gætir viðurkenningar og virðingar. Einnig að lögð sé áhersla á styrkleika barnsins og unnið út frá þeim. Hamlandi þættir á sjálfsálit barna með lestrarörðugleika var skortur á þekkingu hjá börnum, foreldrum og kennurum um lestrarörðugleika. Vinna með of þung viðfangsefni og samanburður við önnur börn skapaði mikið álag. Hefðbundnir kennsluhættir sköpuðu óhagstætt námsumhverfi fyrir börnin, þeir stuðluðu að samanburði og erfitt var að aðlaga námsefni.
    Þegar dregst að greina lestrarörðugleika barna og aðstoð kemur seint getur það haft mikil áhrif á sjálfsálit þeirra. Brýnt er að greining sé gerð áður en lestrarnám hefst til þess að fá vísbendingar um hugsanlega lestrarerfiðleika. Þannig má bregðast við með fyrirbyggjandi starfi strax í byrjun lestrarnámsins. Nota þarf aðferðir bæði í greiningu hugsanlegra lestrarörðugleika og kennslu í lestri og ritun sem skilað hafa hvað bestum árangri.
    Lykilorð: Sjálfsálit, heildarmynd, snemmtæk íhlutun.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
  • 16.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir á mótun sjálfsálits barna með lestrarörðugleika.pdf759.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna