is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19661

Titill: 
  • Samspil jákvæðni og starfsánægju : rannsókn meðal leikskólastjóra.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er greint frá niðurstöðum rannsóknar á viðhorfi leikskólastjóra til eigin starfsánægju, starfsþróunar og kulnunar í starfi. Leitast var við að kanna hvaða tækifæri og hindranir eru til staðar í starfi leikskólastjóra þegar kemur að þessum þremur þáttum. Í rannsókninni var sérstaklega horft til samspils jákvæðni og starfsánægju. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt og tekin voru óstöðluð einstaklingsviðtöl við sex leikskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu sem allir voru með meira en 10 ára starfsreynslu sem leikskólastjórar.
    Í niðurstöðum kemur fram að viðmælendur telja faglegt starf í leikskólanum vera helstu forsendu eigin starfsánægju, ásamt faglegum starfsmannahópi sem leggur áherslu á lausnamiðað og jákvætt viðmót og ánægðum börnum og foreldrum. Viðmælendur voru meðvitaðir um mikilvægi starfsþróunar en sáu að mestu leyti sjálfir um að verða sér úti um endurmenntun ef þörf var á. Viðmælendur höfðu sumir upplifað kulnun í starfi og sögðu allir að starfsmannamálin væru erfiðasti hluti starfsins. Þeir höfðu flestir fundið leiðir til að sporna við kulnun með aukinni starfsreynslu og í því samhengi má nefna að setja sér skýran vinnuramma, að fá handleiðslu og að eiga í góðu samstarfi við aðstoðarleikskólastjórann.
    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á starfi leikskólastjóra og er þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði. Helstu ályktanir sem má draga úr niðurstöðum eru að sá leikskólastjóri sem stýrir leikskóla þar sem góður kjarni starfsmanna sinnir faglegu starfi með glöðum börnum er líklegri til að upplifa starfsánægju og vellíðan í starfi. Sérstaklega ef lögð er áhersla á jákvætt viðmót, þátttökustjórnun og faglega umræðu.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÓB - Samspil jákvæðni og starfsánægju.pdf469.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna