is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19663

Titill: 
  • „Lífsleikni hefur hjálpað mér að gera mig að betri manneskju“ : viðhorf framhaldsskólakennara, framhaldsskólanemenda og foreldra framhaldsskólanemenda til lífsleikni og kynfræðslu í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf kennara, nemenda og foreldra til lífsleiknikennslu í framhaldsskólum og kynfræðslu innan hennar. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru tólf hálf opin viðtöl, fjögur viðtöl við lífsleiknikennara í framhaldsskóla, fjögur viðtöl við nemendur í framhaldsskóla og fjögur viðtöl við mæður sem eiga börn í framhaldsskóla. Við greiningu gagna voru fundin þemu og áhersluatriði. Helstu niðurstöður eru þær að allir nema einn viðmælendanna töldu mikilvægt að hafa lífsleiknikennslu í framhaldsskóla. Allir viðmælendur töldu einnig að kynfræðsla væri mikilvæg. Kennurunum fannst of fáir lífsleiknitímar miðað við viðfangsefni innan lífsleikni sem gerði það að verkum að kennslan var stundum yfirborðskennd og tætt. Nemendurnir vildu fá mun meiri kynfræðslu og þá sérstaklega jákvæða kynfræðslu. Kennararnir og nemendurnir töldu hópastarf og umræður vera ákjósanlegustu kennsluaðferðirnar fyrir lífsleikni. Mæðurnar töldu lífsleikni og kynfræðslu mjög mikilvæga í framhaldsskóla því tengslin við börnin sín, og fræðsla til þeirra, minnkaði þegar þau fóru í framhaldsskóla. Allir viðmælendur höfðu áhyggjur af áhrifum klámvæðingarinnar á kynheilbrigði ungmenna og taldi meirihluti viðmælenda kynfræðslu mikilvæga vegna þessara áhrifa. Þær ályktanir sem draga má af niðurstöðunum er að efla þurfi lífsleiknikennslu hvað varðar tíma, námsefni og tengingu milli viðfangsefna. Auk þess virðist vera þörf og áhugi fyrir aukinni kynfræðslu í framhaldsskóla. Ég bind vonir um að niðurstöður þessarar rannsóknar geti verið leiðarljós fyrir framhaldsskóla til að útfæra lífsleikni og kynfræðslu út frá viðhorfum viðmælendanna. Ég tel að niðurstöðurnar geti því haft hagnýtt gildi fyrir áframhaldandi þróun á lífsleiknikennslu og kynfræðslu.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð M.Ed Lilja Ákadóttir.pdf833.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna