is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1966

Titill: 
  • Nám á starfsbraut framhaldsskóla : undirbúningur fyrir fullorðinsár
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um menntun nemenda á starfsbrautum tveggja framhaldsskóla. Ritgerðin byggir á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á árunum 2004 og 2005. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða með hvaða hætti unnið var að tilfærslu nemenda frá skóla til fullorðinsára. Kannað var með hverskonar menntun nemendur útskrifast, skipulag náms þeirra, tilgangur þess og staða nemenda að námi loknu. Þátttakendur í rannsókninni voru níu talsins; fjórir fyrrverandi nemendur, þrír foreldrar og tveir kennarar, einn við hvora starfsbraut. Jafnframt voru prentuð gögn, svo sem námskrá fyrir starfsbrautir og skrifaðar heimildir frá skólunum, nýtt sem rannsóknargögn.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tilgangur náms á starfsbraut sé óskýr og ekki séu nein lokamarkmið með náminu. Nemendur útskrifast ekki með nein réttindi sem nýtast þeim á vinnumarkaði og það er alls óvíst hvort námið skilar þeim vinnu að skóla loknum. Ekki eru gerðar tilfærsluáætlanir og samstarf skortir á milli skóla og þeirrar fullorðinsþjónustu sem tekur við að skóla loknum. Nemendur hafa takmarkað val í námi sínu og foreldrar eru ekki virkir þátttakendur þegar kemur að skipulagningu náms barna þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til að hugmyndafræði náms án aðgreiningar hafi að takmörkuðu leyti náð inn í framhaldsskólana.
    This essay is concerned with the secondary school tuition of students in two study programmes for students with disability. It is based on the results of research under¬taken in the years 2004–5. The purpose of the research was to study how the programmes help students make the transition from school to adulthood. An investi¬gation was made as to the nature of the education received, the organisation and purpose of their studies, and the students’ own position upon completing these studies. Nine people took part in the research – four former students, three parents and two teachers (one from each of the study programmes for students with disability). Printed matter such as the National Curriculum for Study Programmes for Students with Disability and other written documentation from the schools was used as research material.
    The results of the research suggest that the purpose of tuition in the study programmes for students with disability is unclear and that the tuition itself may lack a final objective. Students do not graduate with any qualifications that are valid in the job market and in general it is uncertain whether their studies, once they complete them, will bring them work. No transition plans are prepared for the students and there is a lack of collaboration between the schools and the adult services that take over once schooling is complete. Students have limited choice in their studies. Parents are not active participants when it comes to organising their childrens’ studies. The results of the research also indicate that the ideology of inclusive schools is found to a limited extent in secondary schools.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
  • 17.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaGisla_Ritgerð.pdf699.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna