is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19673

Titill: 
  • Jesaja með gítar: Spámaðurinn Bob Dylan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin á sviði Gamla testamentis fræða. Fjallað er um hinn kunna tónlistarmann Bob Dylan sem þekktur er fyrir lagasmíðar og óvenjulega sviðsframkomu. Við fyrstu sýn kann það að koma spánskt fyrir sjónir að sjá Bob Dylan og Gamla testamentið í samhengi. Við nánari skoðun má hinsvegar sjá líkindi á milli spámanna Gamla testamentisins og hins kunna Bob Dylan. Í ritgerð þessari er því lýst hvernig Bob Dylan líkist á margan hátt spámönnum Gamla testamentisins og hvernig hann notar Biblíuna í textum sínum. Farið er yfir er yfir ævi Dylans ásamt því að skoða texta hans út frá sviði Gamla testamentisins. Hin tiltölulega nýja fræðigrein áhrifasaga er kynnt lítillega til að skýra tengslin á milli Gamla testamentisins og nútímans með áherslu á Bob Dylan. Dylan er merkilegur tónlistarmaður en hann er ekki síður merkur á sviði guðfræðinnar. Með tónlist sinni hefur Bob Dylan talað til milljóna manna um allan heim og líklega hafa fáir kynnt Biblíuna fyrir almenningi án þess þó að vera með einhverskonar eiginlegt kristniboð. Dylan fer sínar eigin leiðir í lífinu sem og í tónlist sinni. Þetta gerir hann líka í boðun trúarinnar og þeim mætti sem hún býr yfir.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Bob Dylan.pdf591.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna