is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1967

Titill: 
  • Í tveimur menningarheimum : reynsla og upplifun kennara af erlendum uppruna af því að starfa í grunnskólum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er byggð á eigindlegri viðtalsrannsókn sem 84 grunnskólakennarar af erlendum uppruna tóku þátt í árið 2005 - 2006. Í upphafi ritgerðarinnar koma fram grunnupplýsingar um hópinn sem síðan er fylgt eftir með persónulegum frásögnum 29 kennara. Markmið þessarar rannsóknar er að segja sögu kennaranna og að varpa ljósi á reynslu og upplifun þeirra af íslenskum grunnskólum. Í gegnum samtölin er upplifun kennaranna af samspili menningarheima skoðuð til þess að geta skilið aðstæður þeirra og hvaða áhrif þær hafa haft á líf þeirra og starf.
    Í niðurstöðum rannsókna, sem byggð er á hálfopnum viðtölum við einstaklinga og hópa, kemur m.a. fram lýsing á menningaraðlögun kennaranna, bæði að samfélaginu og skólanum. Menntun þeirra og fjölskyldutengsl hafa hjálpað þeim að gera þessa aðlögun jákvæða en einnig það að þeim hefur tekist að lifa í tveimur menningarheimum. Það gefur vísbendingu um að íslenskt samfélag sé frekar umburðarlynt en einnig að það sé val einstaklinganna sjálfra að lifa þannig. Þrátt fyrir að þeir upplifi sig stundum sem einhvers staðar mitt á milli heima hafa þeir möguleika á að miðla fjölbreytileikanum sem býr innra með þeim. Aðlögun er þess vegna ekki séð sem línuleg leið frá uppruna að nýjum menningarheimi heldur sem gagnvirkt samband milli tveggja eða margra menningarheima. Kennararnir hafa þegar haft áhrif á íslenskt skólasamfélag en niðurstöðurnar sýna jafnframt að nýta mætti krafta þeirra betur í aðlögun nemenda af erlendum uppruna. Hægt væri að nota tungumálaþekkingu kennara af erlendum uppruna til að styrkja móðurmálskennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku.
    This thesis is based on a qualitative study of 84 foreign-born schoolteachers in the Icelandic compulsory school. The study took place during the year 2005-2006. The demographic information in the beginning of the paper is followed by the personal stories of some 29 teachers.The purpose of this research is to give voice to the thoughts and experiences of the foreign-born teachers. Through the semi-structured interviews, we look at their experiences of crossing cultures in order to understand their situation and how it has affected both their personal and professional lives.
    In the conclusions, we get a description of the teachers’ acculturation in the society and in the school. Their profession as teachers and their personal relationships make the process of acculturation easy and aids their ability to live in a bicultural context. There is reason to believe that Icelandic society has a relatively low level of prejudice and that the acculturation strategy is by the teachers´ own choice. In spite of difficulties and at some point the feeling of being somewhere in between cultures, they have managed to communicate the advantages of cultural diversity. Acculturation is not looked upon as a linear process but rather as an interactive and evolving process of dual- or multicultures. The teachers have already had a significant impact on Icelandic school system but the conclusions of this study suggest that they might have a further impact on the acculturation of immigrant children, by means of using the foreign-born teachers as language experts in order to support the mother tongue of the immigrant pupils in Icelandic schools.

Athugasemdir: 
  • M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði
Samþykkt: 
  • 17.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjorkHL_ritgerd_2007.09.11.pdf1.05 MBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna