is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19685

Titill: 
  • Samvinna almenningsbókasafna og leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leikskólar og almenningsbókasöfn eru mikilvægar stofnanir í samfélaginu. Þær gegna mismunandi hlutverki en þó má finna þætti í starfinu sem skarast eins og menntun barna hvað varðar lestur og læsi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig samstarfi á milli almenningsbókasafna og leikskóla væri háttað og athuga hvaða þjónusta er boði fyrir börn á leikskólaaldri sem og nýtingu leikskólanna á henni. Einnig að komast að því hvor aðilinn á frumkvæði að samstarfinu jafnframt því að athuga hver framtíðarsýn starfsfólks almenningsbókasafna og leikskólakennara væri um samstarfið.
    Ætlunin var að skoða þessi atriði til að gefa innsýn í samvinnu þessara aðila.
    Eigindleg aðferðarfræði var notuð við rannsóknina og opin viðtöl tekin við þrjá starfsmenn á barnadeild almenningsbókasafna og þrjá leikskólakennara. Í viðtölunum var stuðst við viðtalsramma sem ætlað var að veita svör við rannsóknarspurningunum sem lagðar voru fram. Niðurstöður benda til þess að áhugi sé fyrir hendi hjá viðmælendum um að standa vörð og efla samstarf almenningsbókasafnanna og leikskólanna. Fram kom að mikilvægt er að börnin fái tækifæri til að njóta þjónustu safnanna og að þau alist upp sem framtíðar notendur þeirra. Almenningsbókasöfnin geta jafnframt verið stuðningur við starfsemi leikskólanna.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet_S _Valdimarsdóttir_MLIS_10.09.2014.pdf744.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna