is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19686

Titill: 
  • Bráðger í stærðfræði : „ ... þá nennti ég ekki lengur að vera á undan“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitað svara við því hvernig þörfum 13 – 15 ára bráðgerra nemenda í stærðfræði er mætt. Hagnýtt gildi verkefnisins er að auka þekkingu og færni skólafólks til þess að greina þarfir bráðgerra nemenda á unglingastigi í stærðfræði og skapa viðeigandi úrræði.
    Um er að ræða fræðilega ritgerð þar sem stuðst var við fyrri rannsóknir, kenningar, rannsóknaskrif og skýrslur. Einnig var rætt við þrjá afburða¬nemendur í stærðfræði, skólastjórnanda, fagstjóra í stærðfræði og stærð¬fræðikennara um stærðfræðinám og kennslu.
    Skoðaðir voru þættir sem teljast einkenna bráðgera einstaklinga í stærðfræði og námslegar þarfir þeirra. Einnig var svonefndum goðsögnum (e. myths) gefinn gaumur, það er ýmiss konar viðhorfum og skoðunum um stærðfræðilega hæfileika, sem virðast eiga við veik rök að styðjast. Megináhersla er lögð á að greina úrræði fyrir bráðgera unglinga hérlendis sem og erlendis.
    Fyrrum nemendur sem rætt var við stóðu vel að vígi námslega í stærðfræði en stunduðu nám í ólíkum grunnskólum. Þeir áttu það sameiginlegt að finnast þeir hvorki hafa haft áhugavert né krefjandi stærðfræðinámsefni í skyldunámi. Þeir voru nokkuð afskiptir og kennararnir ekki eftirminnilegir fyrir að auka áhuga þeirra á faginu. Ef marka má svör þeirra þá hefðu þeir kosið námsefni sem gæfi rými fyrir sköpunargáfu og hugaverðari hliðar stærð¬fræðinnar. Aðrir viðmælendur sem rætt var við eru starfsmenn þriggja safnskóla á unglingastigi. Þeir telja allir að komið sé til móts við þarfir bráðgerra stærðfræðinemenda í skólunum. Engu að síður telja þeir að að gera megi betur, til dæmis með stefnumótun í málefnum bráðgerra nemenda og skýrum verklagsreglum.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að þrátt fyrir góðan vilja stærðfræðikennara í grunnskólum landsins og metnaðarfulla menntastefnu þá fái ekki allir bráðgerir stærðfræðinemendur á unglingastigi nám við hæfi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19686


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bráðger í stærðfræði_RFG.pdf511.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna