is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19687

Titill: 
  • "Eins og að stíga í næstu tröppu" : samfella við skólaskil leik- og grunnskóla í Kópavogi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samfella við skil skólastiga er talin hafa afgerandi áhrif á upplifun barns af grunnskólagöngu sinni. Það er því eftir miklu að slægjast að byggja upp skólakerfi sem leggur áherslu á samfellu við skil leik- og grunnskóla. Hér verður nokkru ljósi varpað á hvernig samfellu við skólaskil í leik- og grunnskólum í Kópavogi er háttað. Margt hefur verið rætt og ritað um þetta efni á síðustu árum og því eru niðurstöður rannsóknarinnar skoðaðar í ljósi niðurstaðna fyrri rannsókna auk þess sem horft er til kenninga Dewey og Bronfenbrenner. Lög, námskrár og stefna sveitarfélagsins í skólamálum mynda ytri umgjörð um skólastarf og litið verður til áhrifa þessara þátta á samfellu við skólaskil.
    Rannsóknin er eigindleg og gagna var aflað með viðtölum við fulltrúa fræðsluyfirvalda í Kópavogi og fulltrúa tveggja skólahverfa: stjórnendur beggja skólastiga og mæður barna í 1. árgangi grunnskóla. Viðmælendur eru sammála um mikilvægi þess að hafa samfellu milli þessara skólastiga og markmið hennar sé að standa saman að því að byggja upp umhverfi og aðstæður sem stuðla að alhliða þroska og menntun hvers barns.
    Niðurstöður sýna að margt er gert í Kópavogi til að stuðla að samfellu við skólaskil milli leik- og grunnskóla. Greina má af svörum viðmælenda að samfella hefur aukist síðustu ár og margt gott verið unnið á því sviði. Fleira er í undirbúningi sem vænta má að leiði til aukinnar samfellu. Þó er ljóst að betur má ef duga skal. Ýmislegt er enn óunnið enda að mörgu að hyggja í svo viðamiklu verkefni. Margt sem lýtur að skipulagi og rekstri hefur ákveðin hamlandi áhrif og enn vantar nokkuð upp á að nógu skilvirk samræða eigi sér stað milli skólastiganna.

  • Útdráttur er á ensku

    „Next step up the ladder“:
    Continuity in Transition from Preschool to Elementary School
    Continuity during the transition from preschool to elementary school is perceived as having a significant effect on how a child experiences his years of primary education. There is, therefore, much to gain from a school system that emphasizes continuity throughout this transitional phase. This paper will attempt to shed light on the current practices of continuity during the transition from preschool to elementary school in the municipality of Kópavogur. The topic of continuity has been much discussed in recent years. To give context to the findings of this research, it shall be compared to earlier research on the matter, as well as measured against the theories of Dewey and Bronfenbrenner. The impact of external factors, such as law, national curriculum guides and the educational agenda set by the municipality, will be evaluated.
    The paper is based on qualitative research. Information was gathered through interviews with employees of the school office in Kópavogur, head teachers of preschools and elementary schools, as well as groups of mothers to children in the first grade of elementary school. Interviewees agreed on the importance of continuity during transition between the two stages of education. Furthermore, they agreed that the main goal of such continuity should lie in the construction of an environment that promotes each child’s development and education.
    The research concludes that much is already being done to enhance the continuity of learning between different institutions in Kópavogur. As is evident from the interviews, important steps have been taken in recent years towards increased continuity. In addition, various measures are being prepared to implement further practices of continuity. Even so, there still is much to be done and many things need to be considered in such an important issue. Organizational and financial issues obstruct progress, and so does lack of successful discourse between institutions.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eins og að stíga í næstu tröppu, samfella við skólaskil leik- og grunnskóla í Kópavogi.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna