is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19691

Titill: 
  • Samfélagið, stúlkurnar og Sally Mann. Viðhorf samfélags til nektar barna í ljósmyndun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er viðhorf samfélags til nektar barna í ljósmyndun og breytingin sem hefur orðið í gegnum árin. Nútíma vestrænt samfélag er upplýstara um náungann og gerir það að verkum að við erum meðvitaðri um það sem er rétt og rangt. Línan þar á milli er þunn og túlkuð mismunandi af hverjum og einum. Nekt í list hefur verið umdeild og enn umdeildari þegar börn eiga í hlut. Nektin er oft á tíðum sett fram sem ögrun við samfélagið en gleymist að hún er ekki alltaf af því ranga. Sjálfsímynd ungra stúlkna er að miklu mótuð af miðlum samfélagsins og því deilt á hvernig hægt sé að gera upp á milli nektar í list og miðlum.
    Fjallað er um ljósmyndarann Sally Mann en hún birti ljósmyndaseríu af börnum sínum meðal annars nöktum í bókinni Immediate Family en fékk hún mikla gagnrýni í kjölfar útgáfu bókarinnar. Verk hennar er oft á tíðum sett fram sem ögrun en þrátt fyrir nekt í ljósmyndum hennar er engin ætlun á skírskotun í erótík. Það er í höndum áhorfands að túlka verk hennar en Mann hefur alla tíð haft velferð barna sinna í huga. Algengt er að áhorfandinn dæmi fljótt þegar nekt barna er um að ræða en oft á tíðum er það velferð barnsins sem höfð er í huga. Því er spurt: Hvar liggja siðferðislegu mörkin?

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samfélagið, stúlkurnar og Sally Mann.pdf1.47 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Gudrun Yr Kapa.pdf90.13 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna