is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19698

Titill: 
  • Hvernig er komið til móts við nemendur með sérþarfir (ADHD) í grunnskólanum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í grunnskólum landsins eru margir nemendur með einhvers konar sérþarfir en samkvæmt stefnunni um skóla án aðgreiningar þarf að mæta þörfum þeirra allra innan skólakerfisins.
    Í þessu verkefni var skoðað hvernig skólar koma til móts við nemendur með ADHD. Rannsóknarspurningin var því: Hvernig er komið til móts við nemendur með sérþarfir (ADHD) í grunnskólanum? undirspurning var: Hvaða þekkingu hafa kennarar á ADHD?
    Þrír skólar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni, einn einkarekinn skóli, einn teymiskennsluskóli og einn hefðbundin grunnskóli.
    Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferð. Gagna var aflað með viðtölum og voru tekin viðtöl við einn kennara og sérkennara í hverjum skóla fyrir sig. Jafnframt var lagður fyrir spurningalisti fyrir alla kennara sem vinna í skólunum og var það gert til þess að fá víðtækari upplýsingar frá kennurum um hvernig komið er til móts við þennan nemendahóp.
    Í fræðilega kaflanum var stefnan um skóla án aðgreiningar kynnt sem og réttindi allra nemenda til náms, kennsla barna með sérþarfir og fleira sem tengist skóla án aðgreiningar. Skilgreint er hvað ADHD er og gerð grein fyrir fylgiröskunum sem geta fylgt ADHD ásamt öðrum sérþörfum. Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD, Attention Deficit Hyperactivity Disorder) er taugaþroskaröskun sem getur haft áhrif á félagslega aðlögun, nám og daglegt líf þeirra sem hafa röskunina. Yfirleitt kemur þessi röskun fram fyrir 7 ára aldur hjá þeim sem hafa hana.
    Niðurstöður gefa til kynna að kennarar telja sig búa yfir góðri þekkingu og reynslu af því að kenna nemendum með ADHD. Þeim finnst þeir þurfa að fá aukna fræðslu í grunnnámi um nemendur með sérþarfir. Eftir því sem þeir segja eru margir nemendur með greiningar og hefðu kennararnir viljað fá meiri fræðslu um þarfir þeirra. Þeir telja einnig að hægt sé að fræða starfandi kennara betur um nemendur með sérþarfir. Kennarar eru líka þeirrar skoðunar að það sé alltaf hægt að gera betur þegar kemur að því að sinna þessum nemendahópi.

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf765.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna