is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/196

Titill: 
  • Áfallastreita meðal sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort áfallastreita væri til staðar meðal sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna og hvort þörf væri á stuðning fyrir þessar starfsstéttir. Erlendar rannsóknir s‎ýna að starfstengd streita sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna getur ‏‏þróast í áfallastreitu og valdið ‏þeim erfiðleikum við líf og störf.
    Við gerð rannsóknarinnar var notað megindlegt rannsóknarsnið. Í úrtaki voru allir sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn starfandi á Akureyri, Húsavík og Ísafirði, alls 50 starfsmenn. Spurningalistar voru sendir á slökkviliðsstöðvar ofantaldra staða og stóð rannsóknin yfir í tvær vikur. Fjörutíu einstaklingar svöruðu eða 80%. Spurningalistinn var hannaður af rannsakendum með hliðsjón af tveimur erlendum mælitækjum er meta áfallastreitu samkvæmt greiningarskilyrðum DSM-IV á áfallastreitu.
    Helstu niðurstöður voru að 60% fundu fyrir streitu í starfi og voru 10% ‏‏þátttakenda með fulla greiningu fyrir áfallastreitu. Alls voru 40% með fimm eða fleiri einkenni áfallastreitu en ‏það ‏þurfti sjö einkenni til greiningar. Langflestir höfðu ‏þörf fyrir að ræða alvarlega atvik tengd starfi og var algengast að ‏þeir ræddu við samstarfsaðila. Meirihluti ‏þátttakenda taldi þörf fyrir stuðning í starfi og ‏þ‏á helst á fyrstu fimm árunum. Algengasta form stuðnings sem var í boði, var aðgangur að áfallateymi en minnihluti þátttakenda hafði n‎ýtt sér þá ‏‏þjónustu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/196


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
afallastr.pdf3.16 MBTakmarkaðurÁfallastreita meðal sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna - heildPDF
afallastr-e.pdf120.13 kBOpinnÁfallastreita meðal sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
afallastr-h.pdf98.3 kBOpinnÁfallastreita meðal sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna - heimildaskráPDFSkoða/Opna
afallastr-u.pdf93.14 kBOpinnÁfallastreita meðal sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanna - útdrátturPDFSkoða/Opna