ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/197

Titill

Af hverju greip enginn inn í? : upplifun einstaklings af vanrækslu og tilfinningalegu og andlegu ofbeldi á uppvaxtarárum : fyrirbærafræðileg rannsókn

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu einstaklings af vanrækslu og því að hafa verið beittur miklu tilfinningalegu og andlegu ofbeldi á uppvaxtarárum. Einnig að vekja heilbrigðisstarfsfólk, og alla aðra sem koma að umönnun barna, til umhugsunar um hið gífurlega vandamál sem ofbeldi og vanræksla á börnum er. Rannsakanda fannst þetta verkefni verðugt þar sem rannsóknir benda til að afleiðingar af vanrækslu og ofbeldi geti haft langvarandi og djúpstæð áhrif á einstaklinginn.
Rannsakandi setti fram eina rannsóknarspurningu: Hverjar eru afleiðingar alvarlegrar vanrækslu og andlegs og tilfinningalegs ofbeldis á einstaklinginn, séð frá sjónarhóli þess sem hefur upplifað slíkt?
Við gerð rannsóknarinnar var notuð fyrirbærafræði sem er ein tegund eigindlegra aðferða og stuðst var við Vancouver skólann í fyrirbærafræði. Fyrirbærafræðilegar rannsóknir leitast við að lýsa reynslu einstaklingsins eins og þeir upplifa hana. Fagmaður á sviði heilbrigðisvísinda tilnefndi þátttakanda til rannsóknarinnar. Tekið var eitt djúpviðtal við einstakling sem hafði upplifað mikið andlegt ofbeldi og vanrækslu á uppvaxtarárum. Viðtalið var vélritað orðrétt upp, megin hugtök greind og þau flokkuð. Rannsakandi greindi síðan 5 meginþemu og undirþemu sem voru studd með beinum eða óbeinum tilvitnunum meðrannsakanda.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu síendurtekið andlegt niðurbrot á einstaklingi allt frá barnsaldri til fullorðinsára. Einkenni verulegrar vanrækslu og brotinnar sjálfsmyndar einstaklings og skortur á umhyggju, ást og kærleika voru megin niðurstöður rannsóknarinnar. Niðurstöðunum er vel lýst með einu þema rannsóknarinnar “af hverju greip enginn inní?” Niðurstöður gefa til kynna að mikilvægt sé að greina einkenni vanrækslu og ofbeldis á hendur börnum sem fyrst svo hægt sé að draga sem mest úr langvarandi áhrifum þess. Rannsakandi vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar verði til þess allir leggist á eitt um að útrýma ofbeldi og vanrækslu á börnum og almennt að búa börnum á Íslandi sem best uppeldisskilyrði.
Lykilhugtök: Vanræksla, andlegt ofbeldi, tilfinningalegt ofbeldi, fyrirbærafræði

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
vanraeksla-e.pdf137KBOpinn Af hverju greip enginn inn í? - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
vanraeksla-h.pdf140KBOpinn Af hverju greip enginn inn í? - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
vanraeksla-u.pdf106KBOpinn Af hverju greip enginn inn í? - útdráttur PDF Skoða/Opna
vanraeksla.pdf492KBTakmarkaður Af hverju greip enginn inn í? - heild PDF