is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19702

Titill: 
  • Job í kvikmyndum og bókmenntum. „Drottinn gaf og Drottinn tók“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um áhrifasögu Jobsbók út frá kvikmyndum og bókmenntum. Söguþráður kvikmyndanna er kynntur og eru hliðstæður við Jobsbók tilgreindar.Myndirnar sem eru sérstaklega skoðaðar eru A Serious Man (2009), Commandments(1997) og Adams æbler (2005). Þessar kvikmyndir eiga það sameiginlegt að sýna margar hliðstæður við Jobsbók, ekki er þó um margar beinar tilvitnanir að ræða í þeim en óbeinu tilvitnanirnar eru þeim mun fleiri. Einnig er bókin Vetrarferðin (1998) eftir Ólaf Gunnarsson skoðuð sérstaklega. Margt í bókinni minnir á Jobsbók og eru á nokkrum stöðum í henni beinar tilvitnanir í bókina. Aðalsögupersónur, bæði kvikmyndanna og Vetrarferðarinnar, eiga allar það sameiginlegt að lifa við hliðstæða þjáningu og Job gerði. Þessi verk eru sett fram af léttleika og húmor, þrátt fyrir að viss alvarleiki liggi yfir þjáningu persónanna. Sögupersónurnar eiga það einnig sameiginlegt að þær leita allar að svörum við spurningum líkt og Job gerði. „Af hverju ég?“ Í upphafi allra verkanna má rýna í áherslur þess að sögupersónurnar séu settar fram sem hin réttláta manneskja, hvers vegna á hinn réttláti að þjást. Hver og ein sögupersónanna bregst þó við þjáningunum á sinn hátt og er fjölbreytileikinn mikill. Allar standa þær þó uppi í lok verkanna með einhvers konar pálma í höndunum. Annað hvort fengu þau svipað til baka og þau höfðu glatað eða þar hefur jafnvel margfaldast. Merkilegt er hvernig höfundum verkanna tekst að nútímavæða Jobsbók á jafn skemmtilegan og léttan hátt og raun ber vitni, þrátt fyrir mikla þjáningu oft og tíðum

Samþykkt: 
  • 10.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniStefaniaSteinsx.pdf307.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna