is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19731

Titill: 
  • Starfsánægja leikskóla- og grunnskólakennara : hvað hvetur og hvað letur?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna í hverju starfsánægja leikskóla- og grunnskólakennara er fólgin og hvaða þættir stuðla að eða hindra að kennarar upplifi ánægju í starfi. Starfsánægja kennara er álitin mikilvæg og talin eiga þátt í því að styrkja hæfni þeirra og auka faglegt sjálfstraust. Starfsánægja og kenningar um faglegt sjálfstraust eru fyrirferðarmikil hugtök í þessari rannsókn og eru niðurstöðurnar meðal annars mátaðar við þau.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og viðtöl tekin við þrjá deildarstjóra í leikskóla og þrjá umsjónarkennara á yngsta stigi grunnskóla. Tilgangurinn var að leita svara við spurningunni: Í hverju felst starfsánægja leikskóla- og grunnskólakennara og hvaða þættir eru það sem stuðla að eða hindra að kennarar finni fyrir ánægju í starfi? Viðmælendur höfðu allir nokkuð langa starfsreynslu og höfðu gert kennarastarfið að lífsstarfi. Samhliða greiningu úr viðtölunum voru niðurstöður á starfsánægju þessara tveggja kennarahópa bornar saman og reynt að koma auga á hvað væri sameiginlegt og hvað ekki.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að bæði leikskólakennararnir og grunnskólakennararnir voru ánægðari í starfi þegar þeir sáu framfarir og árangur hjá börnunum. Einnig hafði góður starfsandi, tækifæri til starfsþróunar, hrós og hvatning jákvæð áhrif á líðan þeirra í starfi. Neikvæð samskipti á vinnustað, vinnuálag og í sumum tilfellum ábyrgðin sem tilheyrir starfinu voru þeir þættir sem helst komu í veg fyrir að kennararnir væru ánægðir í starfi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa í meginatriðum til kynna að líðan kennara í starfi sé tengd árangri og að þeir þrífist á því að stuðla að vellíðan nemenda sinna og sjá þá taka persónulegum framförum í námi og starfi. Það er einnig ein helsta ástæða þess að þeir kjósa að starfa áfram sem kennarar.

Samþykkt: 
  • 11.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þuríður Vala Ólafsdóttir.pdf661.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna