is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19735

Titill: 
  • Á vaktinni. Áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vaktavinna getur haft í för með sér sálfræðileg og heilsufarsleg vandamál ásamt erfiðleikum tengdum félagslegri aðlögun vegna truflunar á líkamsklukku og svefn- og matarvenjum (Akerstedt, 1990; Bohle og Tilley, 1989; Czeisler, Moore-Ede og Coleman, 1982). Verkefni þetta fjallar um vaktavinnu og áhrif hennar á heilsu og líðan. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna þessa þætti hér á Íslandi með megindlegri rannsóknaraðferð. Rannsóknarverkefnið byggir á gögnum frá rannsóknarkönnuninni Heilsa og líðan Íslendinga 2012 sem fengin voru frá Embætti landlæknis. Könnuð voru tengsl vaktavinnu við heilsu og líðan Íslendinga. Rannsóknin var sett í samanburð við sambærilegar rannsóknir erlendis, en áhrif vaktavinnu geti verið misjöfn eftir því í hvaða landi hún er unnin (Tepas, Barnes-Farrell, Bobko, Fischer, Iskra-Golec og Kaliterna, 2004). Því var augum beint að því hvort að áhrif vaktavinnu á heilsu og líðan starfsmanna á Íslandi séu ólík þeim sem hafa fundist annars staðar í heiminum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vaktavinnufólk hafi að einhverju leiti lakari andlega og líkamlega heilsu en þeir sem vinna dagvinnu. Vaktavinnustarfsmenn meta almennt líkamlega heilsu sína á við dagvinnufólk, en hinsvegar meta þeir fyrrnefndu andlega heilsu sína almennt marktækt lakari en þeir síðarnefndu. Mataræði vaktavinnufólks er marktækt lakara en dagvinnufólks. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að vaktavinnufólk þjáist oftar af hjarta og æðasjúkdómum en dagvinnufólk (Boggild og Knutsson, 1999). Hinsvegar fengust ekki sömu niðurstöður í þessari rannsókn. Rannsóknin leiddi í ljós að vaktavinnustarfsmenn segjast marktækt oftar hafa þungar áhyggjur og upplifa depurð en dagvinnustarfsmenn. Þá er vaktavinnufólk marktækt óánægðara með sambönd sín við maka en dagvinnufólk, en ekki með sambönd við aðra fjölskyldumeðlimi, vini eða vinnufélaga. Svefn vaktavinnufólks er frábrugðin svefni dagvinnufólks og þeir fyrrnefndu greinast marktækt oftar með síþreytu af sálfræðingi en dagvinnufólk. Vaktavinnufólk upplifir ekki meira álag við að samræma einkalíf sitt og vinnu en dagvinnufólk. Vaktavinnufólk tekur ekki marktækt fleiri veikindaga en dagvinnufólk, þrátt fyrir að ýmislegt bendi til þess að það hafi lakari heilsu.
    Lykilorð: Heilsa, einkalíf, svefn, vaktavinna.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is the final thesis in my Master studies in Human Resource Management at the Faculty of Business Administration, School of Social Sciences at the University of Iceland, counting 30 ECTS units. The main purpose of this research was to examine the relationship between shift work, health and wellbeing. The research method used was quantitative. The data used in the analysis are data that come from the study Heilsa og líðan Íslendinga 2012 (Health and wellbeing of Icelanders 2012). The data used was provided by the Directorate of Health in Iceland , and therefore this thesis is based on secondary data analysis.
    The results of this thesis indicate that shift workers have poorer mental and physical health than daytime workers. Shift workers generally assess their physical health in the same way as daytime workers, but their mental health gets a poorer assessment. Shift workers diets are worse than daytime workers. Previous studies have found that shift workers more commonly suffer from heart disease than daytime workers (Boggild and Knutsson, 1999). Although, this thesis did not reach the same conclusion.
    Shift workers more often report than daytime workers that they have experienced deep worries and sadness. Also, shift workers reported being unhappier with their relationships with their spouses than daytime workers, but not their relationships with other family members, friends or colleagues.
    Shift workers sleep patterns are not the same as daytime workers. But Chronic Fatigue Syndrome is more commonly diagnosed by psychologists in shift workers than daytime workers. Shift workers do not experience more distress in puzzling together their private and work lives than daytime workers. Shift workers also do not take more sick days than daytime workers, even though evidence suggest they have poorer health.
    Key words: Health, family life, social life, sleep, shift work.

Samþykkt: 
  • 12.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19735


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nanna Ingibjörg_MS.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna