is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19738

Titill: 
  • „Fóður eða fæða?'“ Skólamáltíðir grunnskólabarna
  • Titill er á ensku "Food or Fodder?" Children's School Meals in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Grunnstef ritgerðarinnar er tengslin milli náttúru, umhverfis, fæðu og heilsu. Fjallað verður um þessi hugtök eins og þau birtast í umræðu um skólamáltíðir íslenskra grunnskólabarna. Börn þjást í síauknum mæli af ýmsum kvillum og lífstílssjúkdómum. Því er brýnt að beina sjónum að þeim fæðuvíddum sem börn búa við ekki síst af þeim sökum að mörg börn eyða drjúgum hluta dags innan veggja skólans. Skv. kenningu Bourdieu mótast bragðskyn og smekkur einstaklinga m.a. vegna áhrifa frá umhverfinu. Maturinn sem boðið er upp á í skólum hefur þannig töluverð áhrif á matarvenjur og heilsufar barna. Því er mikilvægt að beina sjónum að ólíkum þáttum málaflokksins og þeim tækifærum sem þar leynast til þess að upplýsa nemendur um víxlverkandi þætti eigin neyslu, heilsu og umhverfis sjónarmiða. Skólaumhverfið er kjörinn vettvangur fyrir slíkt en bent hefur verið á skólamáltíðir séu ein tegund kennsluvettvangs.
    Eigindlegri aðferðafræði var beitt við öflun gagna þar sem fyrst og fremst voru tekin viðtöl en einnig var gerð orðræðugreining á opinberri umfjöllun sem birtist í dagblöðum auk fjögurra þátttökuathugauna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að stéttaskipting hafi verið og sé hugsanlega enn til staðar, í einhverri mynd. Þá kom einnig fram að skortur er á samvinnu ólíkra aðila sem standa að málaflokknum auk þess sem ríkara samstarf heimilis og skóla þarf að eiga sér stað. Skólamáltíðir eru mikilvægur og mótandi vettvangur en einnig kimi opinberrar þjónustu sem býður upp á mikla möguleika. Með skólamáltíðum er unnt að ná fram fyrirbyggjandi aðgerðum sem geta haft áhrif á einstaklinginn sjálfan og samfélagið allt.
    Lykilorð: Skólamáltíðir, stéttir, smekkur, fæðuvíddir, fæðufélagsmótun, matarmenningarauður, næringarhyggja, næringarráðleggingar, heilsa, sjálfbær þróun.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis centers on the interconnections between nature, environment, food and health. I will discuss these as they appear in the context of school meals in Icelandic elementary schools. Increasingly, children suffer a host of lifestyle diseases and conditions. One way to gain insights into this trend is to espouse a broad focus on what has been called the "foodscapes" that children exist in, not least because children spend a considerable part of their time away from home and at school. Bourdieu argued that taste is a function of social milieu. The food children are offered at school is thus likely to impact their taste, habits and health. An approach that takes various facets of children's lives into account is therefore called for. This also offers the chance to educate children about the interconnected impact of food choices, health and the environment. School meals are thus an ideal site of research for scholars as well as a learning opportunity for children.
    I took a qualitative approach to this topic, focusing on expert and stakeholder interviews and discourse analysis of public debates that appeared in newspapers. I conclude that class disparities have been and likely continue to impact children's school meals. My analysis also revealed that greater cooperation amongst the various providers of school meals is called for. School meals are at once an important site of education and a publicly provided service and as such they could be treated as a form of preventative treatment that could benefit both individual children and society as a whole.
    Key words: School meals, class, taste, foodscapes, foodsocialization, culinary capital, nutritionism, nutritional advice, health, sustainable development.

Samþykkt: 
  • 12.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19738


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hneta Rós Þorbjörnsdóttir-ny uppsetning-1.pdf912.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna